Skírnir - 01.01.1980, Side 184
Ritdómar
SAGNADANSAR
Vésteinn Ólason bjó til prentunar
Rannsóknastofnun í bókmenntafræði og Menningarsjóður
Reykjavík 1979
Á síðastliðnu ÁRt kom út rit Vésteins Ólasonar, Sagnadansar, fimmta bindi
í bókaflokknum íslensk rit, gefin út af Rannsóknastofnun í bókmenntafræði
við Háskóla íslands. Meginhluti bókarinnar er útgáfa á íslenskum sagna-
dönsum, sem Vésteinn hefur búið til prentunar, og á undan fer rækilegur
og vandaður inngangur Vésteins, en aftan við eru skýringar hans og athuga-
semdir. Að lokum er bókarauki, Lög við íslenska sagnadansa, sem Hreinn
Steingrímsson hefur annast um. Bókin er einkar vel úr garði gerð og út-
koma hennar í alla staði hin ánægjulegasta.
íslenskir sagnadansar, sem fyrri menn kölluðu fornkvæði, lifðu öldum
saman á vörum fólks þannig að einn lærði af öðrum. Á bækur voru þessi
kvæði skráð eftir því sem fólk mundi eða fór með þau, og eru elstu skrifuðu
söfnin frá síðari hluta 17. aldar. Á 19. öld voru sum þessara kvæða enn lif-
andi í minni fólks sem þá var uppi, og var þá hafin skipuleg söfnun þjóð-
fræðaefnis sem margir ötulir safnarar áttu hlut að. Þar var Jón Árnason
framarlega í flokki, sem kunnugt er, og vill svo til að geymst hefur vitnis-
burður hans um kvæðin frá 1861. Þá um vorið var Jóni og vinum hans sem
önnuðust útgáfu þjóðsagnanna ljóst að ekki yrði nóg rúm fyrir alla flokka
alþýðlegra fræða sem í fyrstu hafði verið ætlaður staður í safninu, og
þrengdi þó meira að síðar þegar sögunum fjölgaði sem brýnast þótti að
halda til haga. Þegar hér var komið hafði Jón sætt sig við það að kvæðin
sætu á hakanum að sinni til þess að meira rúm fengist fyrir sögurnar, kredd-
urnar, leikina, þulurnar og gátumar. Um þetta skrifar Jón í bréfi til Kon-
rads Maurers 18. júní 1861 og lætur í ljós þá von að kvæðin kunni frekar að
verða prentuð einhvern tíma, „enda heyrir fomkvæðasafnið allt undir út-
gáfu þeirra Jóns Sigurðssonar og Gruntvigs í Höfn, og það eru nú fallegustu
kvæðin; þó heyrir maður þau sjaldan höfð um hönd lengur á Islandi".
(Úr fórum Jóns Árnasonar, útg. Finnur Sigmundsson, I, bls. 310.)
Fornkvæðasafn Jóns Sigurðssonar og Svends Grundtvigs kom út 1 þremur
heftum í Kaupmannahöfn á árunum 1854—59, fjórða heftið var prentað