Skírnir - 01.01.1980, Blaðsíða 186
184
SKÍRNIR
JÓN SAMSONARSON
eru því nær engin kappakvæði varðveitt. Þetta skýrir Vésteinn með því að
rímnakveðskapur hafi verið orðinn allmótaður hér á landi í þann mund sem
Islendingar tóku að kynnast kappakvæðum Norðmanna og Færeyinga, og
hafi mönnum þá verið nærtækast að kveða rímur út af þessum yrkisefnum
hér á landi. Þetta er mjög sennilegt. Hins vegar er þess cinnig að gæta að
vitneskja er takmörkuð um uppruna og aldur kappakvæðanna í Noregi og
i Færeyjum, og einnig er margt óljóst um þróun rímna út af veraldlegu
söguefni á elstu tímum þeirra. Mætti af þeim sökum gera ráð fyrir beinum
áhrifum á milli kappakvæða í Noregi og í Færeyjum og rímna á íslandi.
Ekki virðist það heldur fráleitt að þessar kvæðagreinar séu sprottnar upp
við lík skilyrði á nokkuð svipuðum tíma og fyrir áþekk áhrif erlendis frá,
þótt kvæðasnið verði mismunandi í hverju landi um sig.
í kaflanum Varðveisla og útgáfur er vikið að lélegum þýðingum úr
dönsku, sem voru gerðar eftir bók á síðari hluta 17. aldar og standa sagna-
dönsum fjarri að stíl og allri framsetningu. Eins og Vésteinn bendir á virð-
ast sömu einstaklingar sem beittu sér fyrir fyrstu söfnun sagnadansa eiga
frumkvæðið að þessum bóklegu þýðingum dönsku kvæðanna. Þetta sýnir,
eins og Vésteinn segir, hver munur var á að kveða af munni fram og skrifa
á bók, eða með öðrum orðum hver munur var á að þýða af bók og að færa
kvæði af einu máli á annað munnlega án þess að vera bundinn af bókartexta.
í annan stað dregurVésteinn þá ályktun að sagnadansahefðin hafi varlagetað
verið Iifandi þáttur f lífi þeirra manna sem einkum stóðu fyrir fyrstu söfn-
un, presta, stórbænda og embættismanna. Virðist sem Vésteinn geri nokkuð
skarpan mun á hugmyndafræði í tengslum við yfirstétt og ríkisforræði, sem
hafi verið undirstaða og hvati söfnunar, og hins vegar alþýðumenningu sem
íslenskir sagnadansar séu hluti af. Er vissulega rétt að mikill munur var á
efnahag og valdastöðu hér á landi á 17. öld, en hæpnara virðist að gera
ráð fyrir alþýðumenningu á þessum tímum sem sé prestum, stórbændum
og embættismönnum mjög framandi. Fremur væri líklega skýringar að leita í
því að meginþorri sagnadansanna hefur að öllum líkindum borist hingað
fyrir 1600. og hefði getað vafist fyrir kotbændum eins og prestum og emb-
ættismönnum að finna prentuðum dönskum kvæðum ósvikinn fornkvæða-
stll á síðari hluta 17. aldar, þegar tímar voru breyttir og ný viðhorf til
skáldskapar.
í lok inngangsins er kaflinn Hlutverk og þýðing, og tengist hann því sem
framar segir i inngangi um sögu kvæðanna. Vésteinn gerir ráð fyrir þvf að
sagnadansamir hafi verið kveðnir í dansi hér á landi, enda er það viðtekin
skoðun, þótt ekki hafi tekist að benda á ótvíræðar heimildir þessu til sönn-
unar. Telur Vésteinn líklegt að gleðin hafi verið mikilvægur vettvangur fyr-
ir líf og varðveislu sagnadansa, og virðist hann gera ráð fyrir því að sagna-
dansar hafi verið kveðnir fyrir dansi á meðan gleðisamkomur héldust hér
á landi. Hann telur enga vissu fyrir þvi að sagnadansar hafi verið kveðnir
hér jafnsnemma og hringdans komst í tísku, en bætir þó við að vitanlega
hafi þörf fyrir þess konar kvæði verið þvi meiri sem meira var af þeim