Skírnir - 01.01.1980, Side 193
SKÍRNIR
RITDÓMAR
191
anlands voru menn sem kunnað hafa skil á menntum kirkjunnar og latn-
eskri ljóðagerð sem þar blómstraði. Þessi kynni öll saman hafa stuðlað að
þeim breytingum sem hér verða, og er sjálfsagt varhugavert að leita fyrir-
mynda um of úr einni átt.
Heimildir um íslenska dansleiki aukast nokkuð um og eftir 1600, og virðist
þá fjölbreytni í kveðskap í dansi, vikivaka og öðrum dansleikjum í gleðinni.
Andleg kvæði virðast fyllilega hlutgeng, en meira segir samt af veraldlegum
kveðskap, ástarkvæðum, háðs- og hugmóðsvísum, klámi, níði og kerskni.
Hér er þess að gæta að vitnisburðir eru einkum frá þeim sem andsnúnir
voru dansleikjahaldi, og er sennilegt að öðru framar sé nefndur kveðskapur
sem þótti hneykslanlegur, en þess ekki getið þótt gamankvæði eða annar
kveðskapur meinlaus væri með. Bragarhættir hafa sennilega einnig verið
breytilegir í dansleikjum og eru líkur til þess að þar hafi jafnvel mátt not-
ast við stök erindi og þulur og langlokuhætti, en einnig lengri kvæði
erindaskipt. Meðal þeirra hafa vikivakakvæðin sérstöðu. Engin önnur ís-
lensk kvæði eru efnislega jafn nátengd gleðinni. Gleðistofan er stundum
vettvangur þessara kvæða, skáldið þátttakandi í gleðinni. Af vikivakakvæð-
um verður það ljóst hve kveðskapur var veigamikill þáttur dansleikja.
Um sagnadansana gegnir öðru máli. Eins og Vésteinn nefnir réttilega i
inngangi sínum skortir ótvíræðar heimildir um að sagnadansar hafi verið
kveðnir í gleði á Islandi. Þeirra verður ekki vart svo að séð verði í dansa-
Iýsingum sem kunnar eru, og satt að segja er erfitt að festa þar hendur á
nokkru sem sanni ótvxrætt að íslendingar hafi stigið hringdans á þann hátt
sem enn tíðkast í Færeyjum, þótt ýmsum muni þykja eins og Vésteini ótrú-
legt að svo hafi ekki verið. Vésteinn tekur upp ummæli Snæbjarnar Páls-
sonar i bréfi til Arna Magnússonar 1708, þar sem hann talar um að „hjörtu
og brjóst áttræðra kerlinga“ hafi verið „rík af fornkvæðum" þegar hann
var barn og séu þær flestar í jörð grafnar með þeim fróðleik. Þar er athyglis-
verðast að Snæbjörn nefnir áttræðar kerlingar sem hafi kunnað kvæðin, og
væri undarlegt, ef sagnadansar hefðu verið kveðnir í miklum mæli við dans
á tímum Snæbjarnar, að karlar og ungar konur hefðu ekki tileinkað sér þá
jafnt sem gömlu konurnar. Hins vegar er ekkert sem mælir gegn því að
sagnadansar hafi verið vinsælir í dansinum á 16. öld og þar á undan. Frá
þeim tímum eru því sem næst engar heimildir.
í kaflanum Hættir og kveðandi lýsir Vésteinn skilmerkilega háttum sagna-
dansa og bragareinkennum sem greina þessi kvæði frá öðrum íslenskum
skáldskap. Hann getur þess m. a. að frelsi sagnadansanna undan lögmálum
stuðla og höfuðstafa sé það sem skýrast greini brag þeirra frá öllum öðrum
kveðskap íslenskum fram á þessa öld. Við þetta mætti aðeins gera þá at-
hugasemd að ámóta frjálsræði í stuðlasetningu er í sumum þulum. Þar
vantar ljóðstafina stundum, og stundum eru þeir óreglulega settir.
I tveimur næstu köflum fjallar Vésteinn um stíl kvæðanna og frásagnar-
hátt þeirra og frásagnargerð, og eru báðir þessir kaflar prýðisvel gerðir og
mikill fengur að þeim fyrir lesendur til aukins skilnings á kvæðunum. I