Skírnir - 01.01.1980, Síða 199
SKÍRNIR
RITDÓMAR
197
Önnur villa slæðist og inn í kafla Lýðs um framfærsluna og Alþingi 1872—
1905. Þar segir Lýður (bls. 199—200) að þingnefnd hafi árið 1887 samið frum-
varp til laga um húsmenn og lausamenn, sem samþykkt hafi verið og staðfest
af konungi 1888. Hér er rangt með farið, þar sem engin lög um húsmenn og
lausamenn voru staðfest umrætt ár. Hins vegar staðfesti konungur 1888 lög
um þurrabúðarmenn, eins og Lýður bendir réttilega á (bls. 199), en fyrsta
breyting sem varð á tilskipun um lausamenn og húsmenn á íslandi frá 1863
var gerð árið 1894, er staðfest voru lög um breyting á 2., 4. og 15. gr. þeirrar
tilskipunar.
Dæmi um það hversu lítt Lýður tengir viðfangsefni sitt félagslegum að-
stæðum eru kaflar hans um verkamannabústaði og heilsuspillandi húsnæði
(bls. 218—220). í umfjöllun um þetta efni rekur hann rækilega lagasetningar
er að þessum málefnum lúta. Á hinn bóginn ræðir hann ekki að nokkru
marki við hvern híbýlakost stór hluti verkalýðsstéttarinnar bjó, áður en ráð-
ist var í framkvæmdir til úrbóta, að ekki sé talað um baráttu verkalýðshreyf-
ingarinnar fyrir byggingu verkamannabústaða. Sama má að nokkru segja
um umfjöllun Lýðs um útgerðarrekstur og rekstur fiskvinnslustöðva af hálfu
bæjarfélaga (357—363), þar sem skip og stærð þeirra eru vandlega tíunduð,
en litlu rúmi varið til umræðu um hversu mikilvægur þáttur þessi atvinnu-
rekstur hefur verið í atvinnulífi fjölda bæjarfélaga.
Fleiri dæmi þessum lík er unnt að nefna. Sama máli gegnir um ýmis smá-
atriði í efnisumfjöllun og framsetningu. Þannig hefði mátt geta þess að milli-
þinganefnd sú sem starfaði á árunum 1902—1905 stóð auk frumvarpa um
sveitarstjórn og fátækramálefni að gerð frumvarps um stofnun geðveikrahæl-
is á íslandi, sem Guðmundur Björnsson, síðar landlæknir, samdi. Hverju
ber að sleppa og hvað ber að birta f riti sem þessu er þó ávallt mats-
atriði, en þar sem hér var hreyft verulega mikilvægu máli hefði gjarnan
mátt geta þess. Málnotkun og framsetningu er jafnframt erfitt að gagnrýna,
þar sem viðhorf manna í þeim efnum eru mjög á reiki, einum þykir gott
það sem annar telur ótækt. 1 heild hef ég þó fátt að athuga við þessa hlið
bókar Lýðs.
Ekki felli ég mig hins vegar við þann hátt sem Lýður hefur á tilvitnunum
í neðanmálsgreinar. Þegar um lög og reglugerðir er að ræða beitir Lýður
eftirfarandi aðferð:
1) „Sú breyting var gerð á lögum þessum með lögum2 nr. 34 frá 24. maí
1972, að styrkur íþróttasjóðs ...“ (bls. 264)
2) „Reglugerðl þessi var staðfest 31. desember 1957.“ (bls. 265)
Þessi aðferð við að númera tilvitnanir finnst mér rjúfa eðlilegt lestrarsam-
hengi, auk þess sem tilvitnunarnúmer kemur fyrir áður en getið er sam-
þykktardags eða efnis viðkomandi laga og reglugerða. Tel ég þvf alla jafna
heppilegra að setja tilvitnunarnúmer aftan við setningu.
Prófarkalestur bókarinnar er til muna betur af hendi leystur en fyrra