Skírnir - 01.01.1980, Síða 201
SKÍRNIR
RITDÓMAR
199
ingu lo. (bls. 85). Þá saknar maður þgf.-myndarinnar tveimur í kaflanum
um töluorðin (bls. 92), sbr. þremur á sama stað. Þar hafa og slæðst inn rang-
ar orðmyndir eins og jjörtiu fyrir fjörutiu (bls. 91) og korter fyrir kortér
(bls. 93).
Nokkurrar ósamkvæmni gætir í umfjöllun hjálparsagna. Á bls. 101 segir höf-
undur að í íslensku sé framtíð sagna mynduð með munu . .. (sbr. einnig sagn-
beygingarmunstrin á bls. 102—104 þar sem svo er tekið til orða að 1. fram-
tíð og 2. framtíð (o. framtíð og þáframtíð, þýð.) séu myndaðar með munu).
Hinsvegar segir svo á bls. 109: „Munu er einungis hjálparsögn við myndun
framtíðar... Hún hefur ekki hreina framtíðarmerkingu, heldur lætur jafn-
framt í ljós óvissu um framvinduna: hann mun koma ‘er wird voraussichtlich
kommen’." Á bls. 101—102 er so. skulu talin til háttarlegra (modale) hjálpar-
sagna, en þó er ekki um hana fjallað undir fyrirsögninni Modale Hilfsverben
(bls. 109—110), heldur er hún meðhöndluð sérstaklega ásamt munu (á bls.
108—109). Ber að harma að höfundur skuli ekki hafa tekið meira mið af
rannsóknum Brunos Kress, bæði að því er tekur til íslenskra hjálparsagna
og tíðakerfisins i íslensku.
Beyging lh. þt. er skilgreind svo af höfundi: „Lh. þt. í kk. á -(a)ður beyg-
ist eins og fagur, sérhljóðið í viðskeyti lh. fellur þó aldrei brott." Undirrit-
uðum þykir tilvísunin til lo. fagur (sem ekki hefur neitt sérhljóð í við-
skeyti) lítt við hæfi. Á bls. 116—119 eru merkingar miðmyndar (Mediums,
Mediopassivs) flokkaðar, en með því að höfundur leggur áherslu á að flokk-
un þessi sé til bráðabirgða gerð skal ekki vikið frekar að því erfiða viðfangs-
efni. í beygingardæmi um mm. so. kallast (bls. 120) tilfærir höfundur að-
eins 1. pers. et. og kveður svo að orði: „Aðrar persónur so. beygjast eins og
dæmið um kalla sýnir.“ Neðar á sömu bls. segir svo: „Endingunni -st er
skeytt aftan við persónuendingu sagnarinnar án nokkurra breytinga." Þær
takmarkanir hér að lútandi, sem getið er á bls. 120—121, ná ekki til allra til-
vika, eins og t. d. þú, hann kallast, þú kallist, þú kallaöist.
Á bls. 126 orðar höfundur svo hina almennu reglu um þær forsetningar, er
taka með sér bæði þf. og þgf., að þær standi með þf. er þær tákni hreyfingu.
Hér færi betur á að tala um „gerichtete Bewegung" (o. hreyfingu sem beint
er í tiltekna átt (þýð.)). Tvær forsetningar eru ekki alveg rétt þýddar. Um-
fram hefur sem fs. annað gildi en þýsku orðasamböndin in erster Linie;
mehr als og gegnt merkir gegenúber, en ekki gegen. Höfundur þýðir undan
með „wegen; von; vor“, en hér þyrfti fyrst og fremst að tilfæra merkinguna
„unter ... hervor".
Að loknum köflunum um beygingarfræðina (frá bls. 131) víkur höfundur
að nokkrum sérkennum í íslenskri setningaskipan. Þá kemur kafli um orða-
forðann og áhrif erlendra tungna (bls. 140—151). Þar er þess m. a. getið að
so. að hanna og no. hönnun séu nýyrði sem séu ekki eldri en 6 ára (o. á ár-
inu 1977). En nýyrði þessi eru þá a. m. k. 8 ára gömul, því að elstu dæmin,
sem undirritaður hefur rekist á, eru frá árinu 1969: hönnun umbúða og um-
búðahönnunardeild (Ægir, Reykjavík 62/1969/14 bls. 263).