Skírnir - 01.01.1980, Síða 203
SKÍRNIR
RITDÓMAR
201
GERÐUR STEINÞÓRSDÓTTIR
KVENLÝSINGAR í SEX REYKJAVÍKURSKÁLDSÖGUM
EFTIR SEINNI HEIMSSTYRJÖLD
Fræðirit 4. Rannsóknastofnun í bókmenntafræði við Háskóla
íslands. Hið fslenska bókmenntafélag 1979
Kvennarannsóknir í bókmenntum, þ.e. rannsóknir á kvenlýsingum bók-
mennta án tillits til kynferðis höfunda og rannsóknir á bókmenntum eftir
konur, eru tvímælalaust ein áhrifamesta nýjung sem fram hefur komið á
síðari árum á sviði bókmenntafræða. Hér er um mjög umfangsmikið rann-
sóknasvið að ræða og innan þess hafa komið fram mismunandi stefnur og
sjónarmið. í Bandaríkjunum og Evrópu hefur á síðastliðnum áratug verið
gefinn út fjöldi rita um einstakar rannsóknir, sem flestar eru gerðar í ein-
hverjum tengslum við bókmenntastofnanir háskóla. Hingað til hefur Há-
skóli Islands fylgst lítið með á þessu sviði, en nú nýlega hafa þó komið út
tvær prófritgerðir um efnið á vegum Rannsóknastofnunar f bókmennta-
fræði. Árið 1978 kom út B.A.-ritgerð Dagnýjar Kristjánsdóttur Frelsi og ör-
yggi. Um sögur Svövu Jakobsdóttur og islenska kvennahreyfingu, og f fyrra
ritgerð Gerðar Steinþórsdóttur Kvenlýsingar i sex Reykjavikurskáldsögum
eftir seinni heimsstyrjöld sem hér skal um fjallað.
Ritgerð Gerðar er hluti af kandídatsprófi hennar í fslenskum bókmennt-
um við Háskóla Islands. Fjallar hún um sex skáldsögur sem út komu á
árunum 1948 til 1965, Atómstöðina eftir Halldór Laxness, Disu Mjöll eftir
Þórunni Elfu Magnúsdóttur, Sóleyjarsögu eftir Elías Mar, 79 af stöðinni
eftir Indriða G. Þorsteinsson, Dyr standa opnar eftir Jökul Jakobsson og
Dœgurvisu eftir Jakobínu Sigurðardóttur. í inngangi gerir höfundur ræki-
lega grein fyrir verkefni sínu. Skiptir hún ritgerðinni í tvo meginhluta. í
þeim fyrri er fjallað um karlveldið og „ný viðhorf f bókmenntarannsókn-
um“ (15), en í þeim síðari og lengri eru sögurnar rannsakaðar hver fyrir
sig, „staða kvenna og sú hugmyndafræði sem þar býr að baki“ (15). Aftast
í bókinni er svo ritaskrá og útdráttur úr ritgerðinni á ensku.
Kvenlýsingar í íslenskum bókmenntum eru næsta óplægður akur í ís-
lenskum bókmenntarannsóknum, og vonandi ber útgáfa þessarar ritgerðar
vitni um vaxandi áhuga við Háskóla Islands á þessum fræðum. Bæði kven-
frelsishreyfingunni og bókmenntafræðunum væri það mikill styrkur að sem
flestar slíkar rannsóknir kæmu fram á sjónarsviðið, en því aðeins að þær
standist almennar kröfur um fræðileg vinnubrögð. Þekking á grundvallar-
hugtökum bókmenntafræðinnar, rétt túlkun heimikia, kunnátta í aðferða-
fræði og skipuleg framsetning eru þær meginstoðir sem fræðileg ritgerð
hlýtur að hvfla á. Því miður skortir mikið á að svo sé hvað varðar þessa
ritgerð. En í því sambandi ber þess að gæta, að hún er að vissu leyti braut-
ryðjandaverk sem á sér litla sem enga rannsóknaliefð að baki hér á landi,
og má vera að hún gjaldi þess.
í inngangi gerir Gerður grein fyrir markmiði sínu þegar hún segir: „Bók-
menntir gera hvort tveggja að endurspegla og skapa veruleika. Það er þvf