Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 22
16
RUSSELL POOLE
SKlRNIR
Nú skal það viðurkennt að það er nokkrum erfiðleikum bundið að
setja í sögulegt samhengi, eins og Bjarne Fidjestöl og aðrir hafa bent á.19
Hvernig eigum við að einangra þau myndunaröfl (formative impulses)
sem eru áhrifaríkust í þjóðfélaginu (social dynamic) á tilteknum tíma
eða stað? Hvernig getum við greint þau frá fyrri öflum sem kynnu að
hafa botnfallið í fagurfræði dróttkvæðanna sem úreltar leifar? Jafnvel
þegar um nútímabókmenntir er að ræða, þar sem við höfum gnótt
heimilda um stöðu þeirra í framleiðsluferlinu almennt, getur verið að
tilraunir til að setja í sögulegt samhengi nái ekki að sannfæra okkur um
að þær séu eina lausnin sem við eigi; þær mörgu tilraunir til að setja
verk eins og Wuthering Heights eftir Emily Bronté í sögulegt samhengi,
þar á meðal tilraun Jamesons í The Political Unconscious, standa sem
víti til varnaðar. Vandkvæðin aukast enn þegar kemur að bókmennta-
grein sem litlar heimildir eru um og iðkuð var á tíma sem litlar heimildir
eru um. Raunar gengur Jameson, sem skrifar frá marxísku sjónarhorni,
svo langt að halda því fram að kapítalisminn hafi í raun og veru leyst
upp öll eldri form félagstengsla (collective relations) og skilið eftir
menningarleg tjáningarform þeirra og goðsagnir, sem séu okkur jafn
óskiljanleg og dauð tungumál og myrkar rúnir (bls. 69).
Þetta þykir mér nú heldur ofmælt, enda óskemmtileg niðurstaða ef
sönn væri. Hún virðist hvíla á upphafningu hópeðlisins, hins
„forkapítalíska" og hins „foreinstaklingslega". Tilraun til að „ráða í
rúnir“ dróttkvæða gæti því reynst notadrjúg aðferð til að kafa ofan í
þessar hugmyndir. Þó að nákvæmur skilningur á hugmyndafræðilegum
öflum, sem hægt er að staðsetja í tíma og rúmi, sé líkast til utan seil-
ingar, þá er samt ekki öll von úti um að unnt sé að greina einhverjar
langtímabreytingar eða hræringar í hugmyndafræðinni, enda sé tekið
tillit til takmarkana og vandkvæða viðfangsefnisins. Nýlega hefur Her-
mann Engster gert tilraun til sögulegrar kenningarsmíðar af þessu tagi,
og styðst þar meðal annars við sjónarmið Frankfurtarskólans.20 Eg tek
hér að nokkru leyti mið af hugmyndum hans og sníð þær að máli mínu.
19 „Skaldestudiar. Eit Forskningsoversyn", Maal og Minne, 1985, bls. 53-81,
einkum 67-68.
2°Poesie einer Achsenzeit. Der Ursprung der Skaldik im gesellschaftlichen
Systemwandel der Wikingerzeit, Europaische Hochschulschriften, Reihe 1,
Deutsche Sprache und Literatur, Bd. 667, Frankfurt am Main: Peter Lang,
1983.