Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 128
122
STEFÁN ÓLAFSSON
SKÍRNIR
I íslenskum lögum voru forskriftir um miklar vinnuskyldur, kristn-
innar menn boðuðu iðjusemi og vöruðu við löstum iðjuleysisins, og
hugmyndir efnahyggju og auðhyggju bárust til landsins í kjölfar þess
að þær urðu útbreiddar í Evrópu. Auk hinna andlegu leiðtoga kirkj-
unnar voru veraldlegir leiðtogar og framtaksmenn atkvæðamiklir við
að breiða út þessi nútímalegu viðhorf. Frá Magnúsi Stephensen til Jóns
forseta, Tryggva Gunnarssonar, Arnljóts Ólafssonar, Hannesar Haf-
stein og Einars Benediktssonar má finna marga áhrifamikla talsmenn
hinna nýju viðhorfa. Sérstaklega athyglisverður er þáttur athafna-
skáldanna, sem sameinuðu virka framtakssemi við áeggjan til þjóðar-
innar í bundnu máli, sem líklegt var til að ná eyrum landsmanna.
Eftir þessa lauslegu athugun á viðhorfum Islendinga, virðist óhætt
að álykta með hóflegum fyrirvara, að margar af þeim hugmyndum sem
kenning Webers byggir á hafi breiðst út á Islandi á 19. öld. Andi
kapítalismans hefur því að einhverju leyti náð til landsins á þessum
tíma. Hversu sterkur og áhrifamikill hann hefur verið fyrir mótun
vinnuviðhorfanna eða skipun þjóðfélagsins er hins vegar ógerningur að
fullyrða um á þessu stigi, en það er verðugt verkefni fyrir frekari
rannsóknir. Að svo stöddu er ekki hægt að útiloka að kenning Webers
geti að einhverju leyti átt við um mótun nútímalega vinnuviðhorfsins
á íslandi og þróun þjóðfélagsins til nútímalegri hátta.
Vinnuharkan hefur átt sína talsmenn á Islandi á liðnum öldum, en
jafnvíst er að fleira hefur haft áhrif á vinnumenningu þjóðarinnar en
boðskapur andlegra og veraldlegra leiðtoga. Hið náttúrulega umhverfi
og þeir atvinnuvegir sem voru í nánustum tengslum við það, land-
búnaður og sjávarútvegur, hafa sett vinnunni sína hrynjandi. Guð-
mundur Finnbogason hefur í riti, sem út kom árið 1921, mælt fyrir
þeirri kenningu að náttúran móti atvinnuvegina, þeir móti síðan menn-
ina er þá stunda, lífshætti þeirra og lífsskoðun.36 Vinnusiðgæðið ætti
samkvæmt þessari kenningu að vera mótað af atvinnuvegunum, land-
gæðum og loftslagi, en síður af heimsmynd trúarbragðanna eða annarri
lífsskoðun, eins og kenning Webers gerir ráð fyrir.
Guðmundur færir rök fyrir þessu sjónarmiði m.a. á eftirfarandi hátt:
36Guðmundur Finnbogason, Land ogþjóð (Reykjavík: Fylgirit með Árbók
Háskóla íslands, 1921, seinni útgáfa 1969), þáttur 1.