Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 41
SKÍRNIR
HUGLEIÐING UM FORNSÖGUR
35
yfirleitt um áhrif úr þeirri átt, og er þar að sönnu ekki í kot vísað. Samt
get ég ekki fellt mig við þessa kenningu.
Vafalaust hafa latnesk rit verið höfð mikið um hönd hér í skólum til
forna og í sambandi við guðsþjónustur. Þau hafa því verið tiltæk
klerkastéttinni og líklega fleirum. Það getur svo sem vel verið að þessu
hafi hingað til verið minni gaumur gefinn en vert væri. En það er vand-
ratað meðalhófið. Mér er með öllu ómögulegt að trúa því að áhrifin hafi
verið slík, sem dr. Hermann vill vera láta, enda virðast mér mörg þau
dæmi sem hann nefnir vera allmjög út í bláinn.
I þessari ritgerð sinni víkur hann einkum að Hrafnkelssögu Freys-
goða. Það vill svo til að frá því að ég las þá sögu fyrst, barn að aldri,
hefur þessi sérkennilega harmsaga haft óvenju sterk áhrif á mig og alltaf
hefur mér fundist hún bera mjög íslenskan svip. (Það fannst Sigurði
Nordal reyndar líka.) Það liggur við að mér finnist sem um hana leiki
heiðsvalur andvari frá víðáttum austfirskra heiðalanda. En dr. Hermann
kveður svo að orði (þegar hann hefur leitt rök að því að Karli ábóta hafi
ekki tekist sem best að koma rómversku efni fyrir í Sverrissögu): „Allt
öðru máli gegnir um Hrafnkelssögu, þar sem persónur sögunnar tala
yfirleitt af slíkri snilld að fáir gætu betur gert eftir langa skólavist.
Hrafnkell Freysgoði bregður fyrir sig lærðum setningum á borð við
þessa: „En vit munum oft þess iðrast er vit erum of málgir, ok sjaldnar
mundum vit þessa iðrast þó at vit mæltim færra en fleira."1
En er nú hægt að segja með vissu að þessi spekiorð séu „lærð“, nema
hvað þau eru eflaust lærð í skóla lífsins? Efnið, sem hér um ræðir, er svo
alþekkt og sammannlegt að ég gæti trúað að með öllum þjóðum og það
frá upphafi vega, hefðu margir reynt hvað það er að iðrast talaðra orða,
þó að væntanlega hafi ekki verið algeng svo hrapalleg glapmæli sem
heitstrenging Freysgoðans.
Ég hygg líka að íslensk alþýða hafi einmitt hugsað talsvert um þessa
hluti. Til þess benda ýmsir talshættir, sem orðið hafa fastir í málinu:
„Fæst orð hafa minnsta ábyrgð“, segir gamall, íslenskur málsháttur (ef
hann er þá ekki þýddur úr latínu). „Töluð orð verða ekki aftur tekin,“
„Betra er gæta tungu sinnar," „Betur ósagt látið", „Það verður að
standa við orð sín“, „Að ganga á bak orða sinna". Eða ummæli, algeng
1 Hrafnkels saga Freysgoða, Guðni Jónsson bjó til prentunar, Islendinga-
sögur X (íslendingasagnaútgáfan 1947), bls. 87.