Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 70
64
BERGSTEINN JÓNSSON
SKÍRNIR
sig með sogi; jarðstjörnugönguna um haustið 1860; útilegumenn;
ástand Lærðaskólans; stundatal eftir stjörnum og tungli; Jón Bjarnason
stjörnufræðing í Þórormstungu.
Utlendum tímaritum eða vísindafélögum sendi hann t.d. greinar um
Heklugosið 1845; jarðeld fyrir Reykjanesi 1831; og halastjörnu sem sást
hér haustið 1858.
Aðalstarf Bjarnar var skólakennslan. Hann var skipaður kennari við
Bessastaðaskóla 14. maí 1822 og síðan við Lærða skólann í Reykjavík
27. apríl 1846. Yfirkennari varð hann þar 15. júní 1851. Lausn var hon-
um veitt 10. febrúar 1862, en kenndi þó til loka skólaársins.
Kennslugreinar Bjarnar á Bessastöðum voru einkum danska, landa-
fræði og reikningur (eða stærðfræði). I Reykjavík var honum falið að
kenna náttúrusögu í neðsta bekk samkvæmt því sem skólareglugjörðin
býður og byrjaði hann á dýrafræðinni. Þetta var honum nýtt, og von
bráðar tók síra Hannes Árnason við hluta af þessari kennslu, auk þess
sem hann kenndi forspjallsvísindi við Prestaskólann.
Benedikt Gröndal talar heldur háðslega um kennslu Bjarnar á
Bessastöðum, en um Björn segir hann m.a.:
Björn Gunnlaugsson var hár og gildur, höfuðmikill og með stórt andlit og
alltaf rólegt [...]; aldrei brá honum til reiði eða annarra geðshræringa svo
menn viti, enda mun þetta hafa valdið því, að hann var og hefur verið skoð-
aður sem heimspekingur og fengið miklu meira orð fyrir það hér en vert var,
olli því einkum útlit og svipur Björns og allt háttalag hans, sem var einkenni-
legt og öðrum ólíkt; Njóla fékk hér almenningslof, af því alþýðan hafði ekk-
ert vit á að dæma hana, en var hrifin af þessum hálfmystisku alheimsdraum-
um [...] og þó Njóla væri tvisvar [rétt þrisvar] gefin út, þá er hún lítils virði,
ómerkileg að innihaldi og smekklaus að formi, enda las Björn engar
heimspekilegar bækur, og í Sviðholti [...] átti hann ekkert af bókum, en fékk
sér nokkrar náttúruvísindabækur eftir að hann fluttist til Reykjavíkur, því þá
mátti hann til, þar sem hann átti að kenna sumt, sem hann alls ekki hafði
fengizt við áður (t.a.m. grasafræði). Björn var ekkert annað en mathematicus,
en þar var hann líka genius, öll hans heimspeki var tóm mathematik. Hann
mundi hafa jafnazt við Gauss eða Newton, hefði hann verið annarstaðar og
í öðrum kringumstæðum, en það hamlaði honum, að hann var svo latur og
værugjarn og lá alltaf í rúminu meðan hann var ekki í skólanum, að því
undanteknu sem hann ferðaðist á hverju sumri til að mæla, en þetta tók hann
einnig með sannkallaðri heimspekilegri ró. Sem teiknari kunni hann einungis
kortateikningu (sem hann þó ekki gerði sérlega vel) og perspektivteikningu;
hann teiknaði einu sinni Bessastaði fyrir Árna stiftprófast handa einhverjum