Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 31
SKÍRNIR
ORÐRÆÐAN í KONUNGAKVÆÐUM
25
uppi alla mögulega hornkarla eða kerlingar í táknhyrningnum, hvað þá
mögulega milliliði milli þeirra, þar sem skáldið væri einna áhuga-
verðast.30 Né hef ég kosið að leggja áherslu á að leysa megi upp
(deconstruct) andstæðuna milli einstaks og almenns með því að sýna að
einstaklingarnir geti aðeins verið til í samfélagi, með þátttöku sinni í
táknkerfum þess samfélags - menningar þess og tungumáls. Slík
upplausn sýndi að andstæðurnar í táknhyrningnum séu ekki algildar
heldur bundnar við ákveðna menningu og hugmyndafræði.31 Þó að
þessar andstæður liggi vel við höggi þegar leysigreiningin (decon-
struction) er annars vegar, virðast flest þjóðfélög samt sameinast um að
búa þær til innan þeirrar samfellu eða „aflsviðs“ sem við köllum sam-
félagsheildina, eins og ég mun sýna fram á.
í því sem á eftir fer langar mig að beina athyglinni að „ekki-einstaka“
reitnum sem seiðkonan situr á, persóna sem er laustengd „shaman-
inum“ í vissum öðrum menningarsamfélögum. Lítum á andstæðuna:
„seiðkona - vargur“. Útlaginn fer ævinlega sínu fram utan við sam-
félagið, af því að honum hefur verið vísað úr því, en seiðkonan, og
jafnvel hetjan, gerir það aðeins stundum. Hún gerir samfélaginu gagn
beinlínis, og er viðurkenndur meðlimur þess allt þar til kristnin kemur
til sögunnar, en útlaginn gerir samfélaginu óbeinlínis gagn með því að
láta ekki sjá sig. Við getum líka hugsað okkur seiðkonuna sem and-
stæðu útlagans vegna þess að hún starfar utan við einstaklingseðli sitt
með því að losa sig sálrænt undan því í leiðslu og með því að gangast
undir margs konar umbreytingar. Odd Nordland segir að shamanar,
sem brjóti niður eigið „persónumynstur“ opni leið „röddum og
sýnum“; til þess að starfa sem shamanar „urðu þeir að fórna hluta af
sjálfum sér, sínum eigin persónuleika" (bls. 175). Sláandi dæmi um þetta
er, eins og Nordland segir, þegar karlkyns seiðmaður klæðist kven-
klæðum eða er karlkona (hermafródít). Vera má að slíkar millifærslur
eða umskipti hafi komið til vegna þess að hæfileikarnir til innsæis,
frávarps, ímyndunar eða forvitni, sem shamani verður að hafa til að
bera, hafi verið hluti af hefðbundu hlutverki kvenna í ýmsum
30 Almennt um þetta atriði sjá Odd Nordland 1967, bls. 180, sbr. nmgr. 28.
31 Sjá t.d. Marshall Sahlins, The Use andAbuse of Biology. An Anthropological
Critique of Sociobiology, Ann Arbor: The University of Michigan Press,
1976, bls. 60 og 98-99.