Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 228
222
RORY McTURK
SKÍRNIR
ólíkt dæmi um innra afturgrip sem kemur fyrir í fjórða kafla bókarinnar
(„Tvær afmælistertur á kennarastofu“). í þriðja kaflanum („Göngufrí í okt“)
hafði Alda lýst því er hún hitti fyrir tilviljun í gamla kirkjugarðinum nýja
sögukennarann (Anton) sem er þegar farinn að grípa hana sterkum tökum,
en nú er hún að lýsa því er samkennararnir halda upp á þrjátíu og sjö ára
afmæli hennar á kennarastofunni, skömmu eftir atburðinn í kirkjugarðinum:
„Onnur tertan er búin, þegar sögukennarinn mikli á lofti gengur ferskur til
stofu úr kirkjugarðinum. Hann mun hafa komið við á snyrtingunni í
bakaleið, því hann er áberandi vatnsgreiddur“ (bls. 18). Þetta er glöggt dæmi
um uppfyllandi (andstætt endurteknu) innra afturgripi; það vísar til atburðar
sem hefur augljóslega gerst í sögunni innan tímaramma meginfrásagnarinnar
en ekki hefur verið minnst á í frásögninni áður. Setningarnar sem vitnað er
til fylla upp í myndina fyrir okkur.
I Tímaþjófinum er óvenjulega mikil gnótt afturgripa, bæði innri og ytri.
Eins og kannski má búast við eru innri afturgrip sérlega tíð í seinni helmingi
bókarinnar, þegar Alda er að minnast sæludaganna í ástarsambandinu við
Anton eftir að því er nýlega lokið (það stendur í alvöru yfir í hundrað daga,
frá því rétt fyrir jól þangað til í marslok, og er þá frásögnin komin á bls. 53 í
189 blaðsíðna bók; en það er ekki fyrr en bókin er nærri hálfnuð, á bls. 85,
þegar þau hafa hist allnokkrum sinnum eftir að Anton hefur slitið líkamlegu
sambandi þeirra, að Alda virðist viðurkenna að skilnaður þeirra sé
endanlegur). Ytri afturgrip eru sérlega tíð í fyrsta þriðjungi bókarinnar eða
svo, að því er mér virðist af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi notar höfundur
þau til að fylla upp í myndina af ævi Öldu áður en hún hitti Anton, til að gefa
okkur hugmynd um uppruna hennar og hvers konar manneskja hún sé:
reyndar mætti meðal annars lýsa skáldsögunni sem völdum köflum úr ævi-
sögu Öldu, sem hefjast á því atviki sem hún telur markverðast í lífi sínu, kynn-
um hennar við Anton, en síðan eru einnig rifjuð upp fyrri atvik. í öðru lagi
virðist himnasæla Öldu meðan ástarævintýrið við Anton stendur sem hæst
tengjast í huga hennar ljúfum atvikum úr bernsku hennar, og minningar um
þau fléttast með lifandi hætti saman við lýsingar á sambandi þeirra. Sem dæmi
um afturgrip sem notað er af fyrri ástæðunni vil ég taka tvo staði úr þriðja
kafla, „Göngufrí í okt“, þar sem Alda lýsir því stolt að ætt hennar sé nægilega
gömul og auðug til að eiga frátekinn legstað í gamla kirkjugarðinum:
Hér er ég nefnilega svo stálheppin að eiga vísan stað hvenær sem mér
þóknast að hefja hvíld í friði Hjá Öldu Einarsdóttur ívarsen og Oddi
ívarsen landlækni og Öldu Oddsdóttur ívarsen, andvana fæddri, réttu
ári á undan mér heilli og lifandi fæddri. Nafnið mitt var sem sagt til
áður en ég kom í heiminn, á litlum legsteini í ættargrafreitnum. Ég ólst
upp við að skoða það, hissa og fegin að þarna var ég ekki, bara nafnið.
mitt. (bls. 13-14)
Þetta afturgrip, sem reyndar hefst á stuttu framgripi þegar vísað er til dauða
hennar og greftrunar - en að því máli vík ég síðar - segir okkur margt í stuttu