Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 209
SKÍRNIR
SVART Á HVÍTU
203
heims sem verkinu er stefnt gegn. í þeim heimi er karlveldið reist á
sjálfsvirðingu og sjálfsímynd sem harður reður gefur. Þetta er orðað mjög
afdráttarlaust í frumtextanum, t.d. þegar við fáum að kynnast hörkutólinu
C.C. Baker skömmu áður en hann og félagar hans nauðga lesbíunni Lorraine
til dauðs en þar er reðurinn myndhverfður í líflínu:
It [limurinn] was his lifeline to that part of his being that sheltered his
self-respect. And the thought of any woman who lay beyond the
length of its power was a threat. (162)
Myndhverfingin misferst ekki aðeins í þýðingunni heldur bindur hún reður-
inn við móðurlíkamann og gengur með því þvert gegn allri hugmyndafræði
verksins sem gerir reðurinn einmitt á vissan hátt að þurru og líf-eyðandi
tákni; slíkt merkingarandóf getur vart talist eðlilegur þáttur í starfi þýð-
andans:
Það [typpið ?] var sá naflastrengur sem batt hann við þann hluta
vitundarinnar sem geymdi sjálfsvirðingu hans. Og hugsunin um konu
sem vald bans náði ekki til var ógnun í sjálfu sér. (176; leturbr. GB)
Hér er merkingu frumtextans umsnúið og myndinni hreinlega ruglað með
fornafninu „hans“ (í stað ,,þess“) svo að myndmál þýðingarinnar missir allan
mátt. í sjálfri nauðgunarsenunni er myndin af hörkutólinu síðan skerpt
nokkuð og því lýst sem ofsafengnum valdfíkli; á óskiljanlegan hátt fær
fallusinn hér hins vegar mynd lögbókar, hann er bundinn í lagamál, líkt og
harður reður sé lagakrókur.17
Born with the appendages of
power, circumcised by a guillotine,
and baptized with the steam from a
million nonreflective mirrors, these
young men wouldn’t be called upon
[. . .] So Lorraine found herself, on
her knees, surrounded by the most
dangerous species in existence -
human males with an erection to
validate in a world that was only six
feet wide. (169-170)
Aldrei mundu þessir ungu menn,
fæddir til valds samkvamt viðauka-
lögum, umskornir af fallöxi og
skírðir í eimi af milljón speglum án
myndar, verða til [...] kvaddir [...]
Og þess vegna lá nú Lorraine þar á
hnjánum, umkringd hættulegustu
dýrategund sem til er - karlmönn-
um með harðan lim sem höfðu
fullan hug á að staðfesta þau lög sem
þeir höfðu sjálfir sett í tveggja metra
breiðum heimi. (184-5; leturbr. GB)
17 Þetta er mjög fjarskylt hugmyndinni um „lögmál föðurins" sem segja má að sæki
vald til reðursins og heilsteyptrar heimsmyndar hans andspænis „merkingarmóðu
móðurlíkamans", en um þessi hugtök hefur Julia Kristeva mikið skrifað; sjá
Revolution in Poetic Language og Desire in Language. Orðið „merkingarmóða"
er komið frá Ástráði Eysteinssyni: „Er ekki nóg að lífið sé flókið ?“, Tímarit Máls
og menningar, 3/1987, bls. 319.