Skírnir - 01.04.1990, Page 198
192
GARÐAR BALDVINSSON
SKÍRNIR
það kann að hljóma má segja að þetta þrennt sé þrjár hliðar á stöðu þess sjálfs
sem miðlar sögunni iengst af, þ.e. Celiear: hún er úrkast. Þegar sagan hefst
er Celie að upplifa það ómögulega ytra sem innra; vitund manns rúmar ekki
þann möguleika að vera nauðgað og það af sjálfum föður sínum sem er
upphaf manns - og í tilviki hinnar nauðguðu, einnig endir. Upphaf bókar-
innar markar þannig endalok þess sjálfs sem Celie hefur búið yfir en er um
leið upphafið á leit hennar að merkingu. Þess vegna lifir hún á mörkum
merkingar þótt hún telji sér í sífellu trú um að hún hafi fundið merkingu, þ.e.
hina endanlegu merkingu sem í upphafi er kúgunin, einsog sést gleggst þegar
Celie ráðleggur stjúpsyni sínum að berja konuna sína til hlýðni, líkt og
ofbeldi sé upphaf og endir tilverunnar. En þessi merking byggir fyrst og
fremst á valdi karlsins og merkingin/valdið er stigveldi þarsem hvítur Guð er
efst, síðan hvítt fólk en neðst eru svartar konur.
Guðinn í toppstöðunni er ekki bara karl heldur hvítur karl sem allt hið
kristna trúarkerfi byggist á einsog kemur skýrt fram í samtali elskendanna,
Celiear og Shug, sem er jafnframt eins konar vendipunktur sögunnar. Þar
segir Shug þróunarsögu þess Guðs sem hún trúir á og sem Celie fer að trúa
á, Guðs sem breytist úr hvítum karli í tré, loft, fugla, fólk og loks „Allt sem
er, hefur verið og verður" (181). Vald hins nýja Guðs er ekki kúgandi heldur
náskylt valdi skynjunar, nautna og vímu, eða einsog Shug segir: „Maður getur
bara slappað af, flotið með öllu og lofað Guð með því að gamna sér við það
sem er gaman“ (181). Sagan dregur jafnframt nafn af þessari opinberun Shug,
því síðar í samtalinu er purpuraliturinn gerður að tákni og birtingarmynd
hins nýja, sanna Guðs, sem er um leið hin endanlega merking verksins, sjálf
frelsunin undan oki stigveldisins.
Konurnar á Brewster Place
Konurnar á Brewster Place er einnig raunsæileg saga en beitir að auki fantasíu
til að sýna sálarlíf persónanna7. Sagan er hópsaga og segir frá sjö konum sem
gegna ýmsum kvenhlutverkum í karlveldissamfélagi. Hér eru konurnar ekki
aðeins lokaðar inni á heimilinu, tjóðraðar með hjónabandi við eldavél og
börn, heldur eru þær einnig nánast bókstaflega múraðar inni í reynsluheimi
sínum. I lokin brjóta þær múrinn og á táknræna sviðinu öðlast þær það frelsi
sem feminisminn berst fyrir án þess þó að þeim sé fylgt inn í það. Hér er
einnig fjallað um lesbíur, sem konur útskúfa og öfgar karlveldisins hreinlega
drepa á hrottalegan hátt.
I sögunni segir frá íbúum fjögurra sambyggðra húsa við götuna Brewster
Place í ótilgreindri stórborg í Norðurríkjum Bandaríkjanna. íbúarnir sem við
kynnumst eru nær eingöngu konur, eini fullorðni karlmaðurinn er hús-
7 Þetta minnir á orð Svövu Jakobsdóttur í fyrrnefndri grein hennar: „Aðferð
fantasíunnar vísaði mér leið“ til að lýsa og fá viðbrögð við „þessari innri reynslu
[kvenna] - þessu innra lífi - líkt og væri hún hlutlægur veruleiki." Konur skrifa til
heiðurs Önnu Sigurðardóttur, bls. 227.