Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 129
SKÍRNIR
VINNAN OG MENNINGIN
123
Lega landsins á hnettinum ræður árstíðaskiptum. En líf sveitarmannsins
breytist með árstíðum. Árstíðirnar skiptast á eins og þættir í leik. Hverri árs-
tíð hæfa sín störf, og svo samgróin eru búnaðarstörfin og árstíðaskiptingin,
að oft er sama orðið haft um hvort tveggja, verkið og tímann, sem það er unn-
ið á, t.d. vorannir, fráfærur, fardagar, garðannir, heyannir, réttir o.s.frv. Um
þessa þáttaskiptingu lífsins á sveitabóndinn ekkert atkvæði fremur en um það,
hve snemma haustar eða vorar hvert árið. Hann verður að haga sér eftir hætti
náttúrunnar, verður snemmbúinn eða síðbúinn með vorannirnar eftir því,
hve snemma vorið gengur í garð, með heyannir eftir því, hve snemma sprettur
o.s.frv. En auk þess sem náttúran ræður þannig þáttaskiptum, ræður hún
gangi starfsins úti við hvern daginn. Veðrið er þar yfirhúsbóndinn. [...]
Fyrir Islendinga hefur það valdið mestu, hve sumrin eru hér stutt og vetur
langir. Sumarið, hábjargræðistíminn, kallar á alla atorku. Þá gerir hver helzt
það, sem hann getur, enda er þá aðstaðan bezt. Þá er þess aflað, sem menn lifa
af mestan tíma ársins. Þegar þeirri skorpu linnir, taka við störf, sem aðallega
miða að varðveizlu og hagnýtingu þess, sem aflað hefir verið. Þau störf eru
margbrotin og fæst eins tímabundin og hin, og má vinna þau í hægðum sínum
og eftir hentugleikum. Veturinn hefir og að nokkru leyti verið skoðaður sem
hvíldartími eftir sumarstritið, enda er þá fátt hægt úti að vinna nema að
skepnuhirðing. Samgöngur manna á milli erfiðar. Allt miðar að kyrrð og
sjálfræði. Þá er tími til umhugsunar og dagdrauma, ef menn eru svo gerðir.37
Slíkar kenningar um landfræðilega skilyrðingu lífshátta og lífs-
skoðana eru oft notaðar í þjóðfélagsfræði, ýmist þegar borin eru saman
frumstæð þjóðfélög þar sem tæknistig er svo lágt að mannlífið mótast
einkum af hrynjandi náttúrunnar, eða þegar borin eru saman þjóðfélög
á ólíku þróunarstigi, til dæmis landbúnaðarþjóðfélag og iðnaðarþjóð-
félag. Aftur á móti er fátítt að menn noti slíkar kenningar þegar saman
eru borin nútímaleg iðnríki sem eru á svipuðu þróunarstigi. Þó er ekki
hægt að útiloka að náttúrufar hafi áhrif á vinnuviðhorf og starfshætti
nútímalegra þjóðfélaga. Slík áhrif gætu til dæmis hafa mótað menn-
ingararfleifð sem borist hefur inn í nútímann og sett mót sitt á atvinnu-
og starfshætti. A Islandi gætu slík áhrif frá atvinnugreinunum sem ráð-
andi voru í gamla þjóðfélaginu, landbúnaðargreinunum, og frá
sjávarútvegi, sem að sjálfsögðu gegnir veigamiklu hlutverki í nútím-
anum, verið meiri en annars staðar á Vesturlöndum.
Ef slíkar skýringar eiga almennt við um atvinnulífið á Islandi nú á
dögum þyrftu vinnuviðhorf landbúnaðar og sjávarútvegs að hafa borist
út til annarra greina atvinnulífsins og mótað starfshætti þar. Skorpu-
37Sama rit, bls. 36 og 40.