Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 47
SKÍRNIR
HUGLEIÐING UM FORNSÖGUR
41
Ég dirfðist einu sinni að leiða að því getur að vísir að sagnaritun á
íslandi kynni að hafa myndast nokkru fyrr en almennt hefur verið álitið
eða jafnvel fljótlega eftir kristnitökuna, þegar nokkrir menn að minnsta
kosti hljóta að hafa farið að kynnast lestri og skrift. Ég vissi ekki þá að
ég hefði nokkursstaðar séð minnst á svona hugmyndir í bókum, nema
aðeins hjá einum höfundi, Sveini Víkingi6, og var það þó á nokkuð sér-
stöku sviði. Annars hefur mér virst sem einlægt væri miðað við árið
1100, og þó ef til vill fremur 1118. En svo einkennilega vill til, að á síðast-
liðnum vetri hef ég fengið vitneskju um að víðar má finna ummæli mennta-
manna, sem hugleitt hafa þetta efni. Það var fyrst, að mér var bent á
ritgerð eftir Einar Arnórsson prófessor, sem raunar er formáli að Land-
námuútgáfu hans, dagsett 8. sept. 1948. Ritgerð þessi fjallar aðallega um
elstu handrit Landnámu, þau sem nú eru þekkt, en vitað er að margt af
þessum fornu skrifum hefur glatast, og má vera að sitthvað hafi farið
forgörðum, sem nú er aðeins óljóst eða alls ekki vitað að til hafi verið.
Reyndar skilst mér að Einar Arnórsson sé ekki allskostar trúaður á
tilvist „frumlandnámu", þ.e. að um 1100 hafi orðið til heildarrit um
landnámið. Eigi að síður telur hann víst að margt hafi verið skráð um
landnám á þeim tíma og nefnir þar til bæði Ara Þorgilsson og Kolskegg
hinn austfirska, en auk þess telur hann upp fjölda lærðra manna sem
uppi voru hér á landi á þessari tíð og segir að vitað sé um suma þeirra
að þeir hafi verið miklir sagnamenn. „Mega og verið hafa margir fróðir
menn aðrir um þessar mundir, sem vér vitum nú engin deili á.“ - Síðan
segir Einar: „Ættrakningar í landnámabókum kunna að veita nokkra
hugmynd um það, hvað skráð hafi verið um ættir frá landnáms-
mönnum fram um miðbik 12. aldar. I skrám þeim mega vitanlega einnig
hafa verið greinargerðir um landnám þeirra, að minnsta kosti sumra.“7
- Og enn segir, þegar vitnað hefur verið til nokkurra ættrakninga: „Og
svo mætti telja svo að segja endalaust. Þegar svo er, sýnist sem ættfræði-
ritarar eða safnendur hafi sjálfir vitað svo langt eða fengið sagnir af
mönnum, er til vissu. Loks mætti hugsa sér, að menn hefðu þegar á 11.
öld, eða jafnvel fyrr skráð með rúnum minnisgreinar um ættir, sem
síðari tíma menn kynnu að hafa notað.“8 Hér er gripið á atriði, sem mér
6 Getið í eyður sögunnar, Kvöldvökuútgáfan 1970.
7 Einar Arnórsson, Formáli að Landnámabók Islands (Helgafell 1948), bls.
XIII.
8 Sama rit, bls. XIII.