Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 27
SKÍRNIR
ORÐRÆÐAN f KONUNGAKVÆÐUM
21
einkennist því af því að þar eru samtímis tvö tímahorf, annað (nútíð)
sem samsvarar skynhrifum hjá Husserl og hitt (þátíð) sem samsvarar
skynjuninni. í bókmenntum þar sem einstaklingshyggja ræður ríkjum,
t.d. í bresku 19. aldar skáldsögunni, er tíðanotkunin aftur á móti
samræmd út frá sjónarhorni einnar aðalpersónu, hvort sem hún er
lesandi, sögumaður eða sögupersóna. Hér, eins og áður, eru athyglis-
verðir snertipunktar með sumum miðaldaviðhorfum og tuttugustu
aldar viðhorfum til tímans, en við ættum að varast að alhæfa út frá þeim
eða gera ráð fyrir því að þeir eigi rót að rekja til sömu sálfræðilegra
þátta. Hliðstæðurnar kunna að vera einungis á yfirborðinu og hylja
djúpstæðan menningarlegan mun.
Annað óvænt sérkenni á frásögninni í Liðsmannaflokki er að hún
sveiflast stöðugt frá einum geranda (actant) til annars. Þetta er sennilega
stærri hindrun á vegi nútímalesanda en tíðanotkunin sem rædd var
áðan. 11. erindi gerir boðháttur í 1. persónu fleirtölu það að verkum að
óljóst er hver talar; kannski er liðið að ávarpa sjálft sig í sameiginlegri
herhvöt, eða einhver einn sögumaður eggjar fram félaga sína. 12. erindi
er sögumaðurinn orðinn einstaklingur með því að notað er fyrstu
persónu fornafn: honum er óbeint stillt upp sem andstæðu manna
heima í Noregi sem eru að íklæðast fornum serkum, en ekki brynjum.
I 3. erindi beinist athyglin umsvifalaust að Norðmanni sem virðist vera
að gæta dóttur sinnar (e.t.v. fyrir liðinu eða einhverjum í því, en það er
ekki látið uppi). Sjónarhornið er aftur óljóst, því að þessi hópur manna
er fyrst „þeir“ (þ.e. aðgreindur frá sögumanni) og síðan „vér“ (og þá
líklega sögumaður meðtalinn). í 5. erindi beinist athyglin fyrst að
Þorkatli, eins og við mátti búast af erindinu á undan, en síðan flyst hún
yfir á „mærina", sennilega vinkonu einhvers í „liðinu", kannski sögu-
manns. Hún birtist þannig óboðin og óútskýrð og verður að inn-
byggðum áheyranda kvæðisins, öfugt við það sem ráða má af 1.-3.
erindi. I síðari vísuhelmingnum verða önnur umskipti í kvæðinu; það
fjallar nú um Knút sem ekki hefur verið nefndur áður. Jafnframt má sjá
andstæðu milli skoðunar liðsins, að konungurinn hafi barist vasklega,
og skoðunar sögumanns, að menn Þorkels hafi ekki dvalist og að jarl-
inn standi sig með afbrigðum vel, en hvort þessar skoðanir stangast á
eða vega hvor aðra upp er óljóst, svo merkingarlítil er tengingin „en“
sem tengir saman setningarnar þar sem þessar skoðanir koma fram. í 6.