Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 147
SKÍRNIR
NYTJASTEFNAN
141
krefst þess að við leggjum allar þessar hvatir okkar undir, séum reiðu-
búin að fórna hverju hugðarefni ef meiri nytjar eru í boði. En þessi
krafa er fáránleg, bæði sálrænt, þar sem án þessara hugðarefna er
persónuleiki okkar rótslitinn, við höfum höggvið á eigin líftaug, og
röklega, vegna þess að maður getur ekki í senn verið siðferðisvera og
án nokkurs þess gildis sem honum er heilagt.'8 Hinn einarði nytja-
stefnupostuli kann að vera siðfræðingur - en hann er ekki lengur
maður.
Lynne McFall, heimspekikennari í Texas, hefur nýlega skrifað grein
þar sem hún klappar þennan sama stein á fleiri kanta. Hún staðhæfir að
þau okkar sem ekki séu þeim mun spilltari af heimspeki geti öll talið
upp hluti sem við myndum aldrei gera undir neinum kringumstæðum.
Það sem hún hefur í huga eru líklega dæmi eins og þau að einn gæti
aldrei fengið sig til að leika í klámmynd, annar að bera Ijúgvitni fyrir
dómi, þriðji að selja móður sína mansali o.s.frv. Vissan um þetta ljær
okkur festu og grundvöll sem persónum; ef hún væri numin burt væri
ekki til neitt lengur sem við gætum vísað til og sagt: ‘Þetta er ég’ McFall
lítur því svo á að það séu vissar skuldbindingar sem ljá okkur sjálfs-
kennd, sem valda því að við séum í strangasta skilningi sömu persónur
í gær og í dag; þar á meðal eru ást og vinátta. En nytjastefnan umgengst
þessar skuldbindingar af slíkri léttúð að heilindum okkar, sjálfskennd
okkar, er hætt. Og McFall gengur lengra þar sem hún heldur því fram
að allar siðferðiskenningar sem gera kröfur um ópersónulegar
ákvarðanir (og hvaða siðferðiskenningar géra það ekki?) geti stefnt
heilindum okkar í voða.19
Enn einn heimspekingurinn, Samuel Scheffler, eyðir miklu púðri á
heilindavandann í bók sinni, Afneitun leikslokakenninga.20 Honum
stendur þó ekki sami stuggur af því og Williams að við skulum verða
að gefa upp á bátinn djúprættustu hugsjónir okkar ef nógu mikið sé í
húfi, enda hljóti allar marktækar siðferðiskenningar að gera ráð fyrir
slíku. Ásteytingarsteinn Schefflers er hins vegar krafa nytjastefnunnar
um að okkur beri jafnan að meta málefni og einstaklinga, sem okkur er
annt um, til verðs í nákvœmlega réttu hlutfalli við gildi þeirra á
18Sbr. „Persons, Character and Morality“ í Moral Luck.
19Sbr. L. McFall, „Integrity“, Ethics 98 (1987).
20 Ég þýði hér heiti bókarinnar Rejection of Consequentialism.