Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 83
SKÍRNIR
NJÓLA OG ÍSLENSK HEIMSPEKI
77
að til eru heimspekileg kvæði, sem engum blandast hugur um að séu
góðar bókmenntir, og hér mætti benda á sum kvæði Einars
Benediktssonar. Staða slíkra kvæða í íslenskum bókmenntum verður
mönnum þó oft á tíðum lítt skiljanleg og fyrir kemur að þau séu álitin
einsdæmi í bókmenntunum. Menn ná ekki að setja þau í rétt samhengi
í bókmenntasögunni.4 Eins og fyrr var sagt, er heimspekin fyrst og
fremst skólagrein og þar er eðlilegasti vettvangur hennar eins og ann-
arra fræðigreina. En alveg eins og nú á dögum þykir eðlilegt og sjálfsagt
að menn haldi fyrirlestra til að koma skoðunum sínum á framfæri á
opinberum vettvangi, þá var eitt sinn talið sjálfsagt, ekki að skrifa sögur
(hugmyndin um íslenska frásagnarhefð var fundin upp á 19. og 20. öld),
heldur að yrkja kvæði. Birtingin („publication") fer fram á ólíkan hátt
á mismunandi tímum. Það sem í dag mundi vera spjall um heimspekileg
efni fyrir almenning hefðu menn eitt sinn fært í ljóðstafi og þannig gert
alþýðu manna mögulegt að tileinka sér það. Hér mætti jafnvel kveða
svo fast að orði að segja að það hefði verið óhugsandi öðru vísi en í
ljóðformi, svo rík hafi ljóðhefðin verið í menningu íslendinga. Þetta
sést best á því að í ritdómi Sigurðar Melsteð um Njólu frá árinu 1844
er hvergi vikið einu orði að því að Njóla sé kvæði, svo sjálfgefinn þáttur
bókmenntanna er hið bundna mál.5
Hér er það sem sé ekki frásagnarhefðin sem er hinn ríkjandi þáttur
íslenskrar menningar, heldur kveðskaparhefðin, og innan hennar á
heimspekilegur kveðskapur sér fastan sess. Hann á sér bæði fomar
rætur og nýjar, og má fara allt aftur til Hávamála ef menn vilja, en
gleggsta dæmið um að kenning sé sett í ljóðform og nái þannig
útbreiðslu og vinsældum meðal almennings, eru Passíusálmar
Hallgríms Péturssonar (1614-1674). Annað dæmi um þetta er Hústafla
Jóns Magnússonar í Laufási (1601-1675), svo ekki sé nú minnst á kvæði
eftir Þórð Einarsson á Lágafelli (1786-1842), sem ber hinn skemmtilega
titil, Ríma um dygðir og lesti. En til þess að fara nú ekki í geitarhús að
leita ullar, þá skulu hér nefnd tvö heimspekileg kvæði sem nutu
almennra vinsælda fyrir daga Njólu. Hið fyrra er Heimspekingaskóli
4 Sjá Kristján Karlsson, „Inngangur", Einar Benediktsson: Ljóðasafn.
Kristján Karlsson gaf út, Hafnarfirði 1979, bls. 11 og 18.
5 Sigurður Melsteð: „Álit um ritgjörðir", Ný félagsrit, 4. ár, 1844, bls.
115-131.