Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 225
SKÍRNIR FRÁSAGNAFRÆÐIN OG TÍMAÞJÓFURINN
219
þó að við getum ekki verið viss um það. Öfugt við til dæmis skáldsögu
Gunnars Gunnarssonar, Vikivaka, þar sem okkur er sagt að fyrstupersónu-
frásögn sögumannsins hafi verið búin til prentunar af vini hans að honum
látnum,6 gefur Tímaþjófurinn ekkert svar við spurningunni um hvernig því
víkur við að sagan sé sögð. Við skulum nú líta á lok skáldsögunnar, en fyrst
þarf að taka fram að mynd Öldu af elskhuganum í bjarnarlíki kemur
þráfaldlega fyrir í bókinni - stundum sem raunverulegur björn, stundum sem
Bangsímon og stundum sem bangsi sem Alda hefur keypt í leikfangabúð; og
að Alda er óheyrilega stolt, ekki aðeins af yfirstéttarætt sinni heldur einnig
af húsi fjölskyldunnar, þar sem hún býr á tveimur hæðum eftir lát systur
sinnar, og af smíðajárnsrúminu sem foreldrar hennar áttu, sem hún var
væntanlega getin í og hefur verið vettvangur margra ástarævintýra hennar.
Svefntöflurnar eru á sínum stað í náttborðinu. Mig rámar alltaf í þær
þótt ég móki dálítið sljó, með sængina við eyra. En ég fer ekki að dengja
þeim í mig núna ef svefninn langi verður svo góður að koma af sjálfu
sér.
Ég get ekki annað en hlegið að mér (aldrei hættir maður að vera
hlægilegur í sér, sama hvað maður er gamall) að láta sér detta þetta í
hug: Alda upp við dogg í damaskinu með gömlu símaskrána opna þar
sem nafnið þitt er og númerið sem hefur ekkert breyst, að ég skuli sitja
hér með skrána því ég man númerið og mundi hvortsemer aldrei
hringja því konan þín gæti svarað og mundi heldur ekki hringja þótt
hún væri dauð og ekki einu sinni þótt ég vissi upp á hár að ég vaknaði
ekki í fyrramálið og ætti aldrei eftir að heyra í þér strákslega röddina
eða sjá þig aftur, svarta gljáandi hárið og augu sem eru himinn útaffyrir
sig eða andlit með augun úr skýjum einsog ég á að hafa sagt.
En það get ég viðurkennt: ég vildi að þú værir hér hjá mér. Þú
þyrftir ekkert að segja, en ef þú rétt héldir um mig í sænginni svo ég
fyndi bjarnylinn og ef það væri svolítil sæt lykt útúr þér einsog einu
sinni þá mundirðu ferja mig alsæla þangað sem ég er fyrir löngu farin
að eiga heima.
En auðvitað get ég ekki heimtað að deyja hjá þér. Ég skil núna að
maður er ekki einn um neitt sem drífur á dagana og hvað hafa ekki
margar gamlar konur dáið í smíðajárnsrúminu á undan mér, upp við
dogg, einar á báðum hæðum, með símaskrána opna þar sem nafnið þitt
er.
Áður en við fórum alveg þá kom hann samt til mxn einsog við
höfðum sagt að hann mundi koma og hann tók utanum okkur í
sænginni og yljaði okkur við feldinn sinn og með lausa hramminum
6 Sjá Svein Skorra Höskuldsson, „Gunnar Gunnarsson and Icelandic folktales" í Ur
Dölum til Dala: Guðbrandur Vigfússon Centenary Essays (ritstjórar Rory McTurk
og Andrew Wawn), Leeds Texts and Monographs, new series 11 (Leeds 1989),
bls. 154.