Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 74
68
HARALDUR SIGURÐSSON
SKÍRNIR
vestur- og suðurströndina árið 1772, þó að ekki yrði framhald á þeim.
Allt stuðlaði þetta að því, að árið 1776 var Hans Erik Minor sendur á
skipi til sjómælinga við Island. Var honum fengin forysta verksins, en
hann hafði áður verið skipstjóri í þjónustu verslunarinnar. Hann hóf
mælingar þá um vorið og hélt þeim áfram næsta sumar. En þegar Minor
kom enn hið þriðja sumar 1778, vildi svo slysalega til að hann drukkn-
aði í Hafnarfjarðarhöfn áður en hann gat hafist handa við mælingarnar.
Hafði hann þá lokið mælingum við Reykjanes og Faxaflóa og sunnan-
verðan Breiðafjörð inn að Stykkishólmi. Skömmu síðar komu Danir á
fót Sjómælingastofnun, og gaf hún út kort Minors með nokkrum
breytingum og lagfæringum ásamt strandlýsingu árið 1788.
Þó að nokkur dráttur yrði á framkvæmdum við fráfall Minors, var
málinu haldið vakandi, og stjórnvöld hétu góðu um áframhald verksins.
En það var ekki fyrr en 1801 sem kom til framkvæmda. Til verksins
voru valdir liðsforingjar, flestir norskir, þar sem talið var að Dönum
yrði óhægt um ferðalög á Islandi. Unnu þeir rösklega að mælingunum
á árunum 1801-1818 og höfðu þá mælt og kortlagt allar strendur lands-
ins og gert kort í stærri mælikvarða af ýmsum helstu höfnum og
verslunarstöðum. Paul Lövenörn, forstöðumaður sjómælinganna
dönsku, sá um útgáfu þeirra og þóttu þau hið prýðilegasta verk. Kortin
komu út á árunum 1818-1826.
Arið 1821 birtist nýtt kort af Islandi í Landaskipunarfræði þeirri,
sem Bókmenntafélagið gaf út. Þótt ekki væri enn lokið útgáfu strand-
kortanna, átti höfundur kortsins, Moritz Born, aðgang að þeim. Hér er
það sem ísland birtist í fyrsta sinn í þeirri mynd, sem við þekkjum öll,
svo að ekki er nú af meiru að státa. Þetta er líka fyrsta kortið, sem gert
er á íslensku og ætlað íslendingum.
Nú vildi svo til, að á Islandi var maður, sem lokið hafði háskólaprófi
í stærðfræði við frábæran orðstír og unnið um skeið að landmælingum
erlendis. Þessi maður var Björn Gunnlaugsson, kennari við latínu-
skólann á Bessastöðum.
Björn hóf að kenna á Bessastöðum árið 1822, og ekki liðu nema tvö
ár, þegar hann fór þess á leit við stjórnvöld, að hann fengi til afnota
áhöld til stjarnfræðiathugana, en þau áttu að vera til frá því að
stjörnuathuganastöð hafði verið komið á laggirnar seint á átjándu öld,
en var nú niðurlögð fyrir löngu, þó að eitthvað af tækjum hennar væri