Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 241
SKÍRNIR
MILLI LJÓSS OG MYRKURS
235
Það er þörfin fyrir endi, dauðahvötin, sem skapar spennu og bindur orku í
sálarlífinu á meðan kynhvötin, Eros, hefur það að markmiði að eyða spennu.
Hvorug hvatanna getur án hinnar verið og oft eru þær samanslungnar í
faðmlögum þar sem markmið beggja er núllpunkturinn, algleymið, (eins
konar) dauði.
Freud lagði þessar kenningar fram eftir að hafa um nokkra hríð haft til
meðferðar menn sem barist höfðu í fyrri heimstyrjöldinni, menn sem höfðu
upplifað ólýsanlegar hörmungar á vígvellinum. Túlkun drauma var
meginaðferð sálgreiningar og kenning Freuds hafði fram til þessa verið að
sérhver draumur fæli í sér uppfyllingu óskar sem ætti rætur í kynferðislegri
bernsku sjúklingsins.
Þessa kenningu var ómögulegt að nota í meðferðinni á hermönnunum
fyrrverandi. Þeir kvöldust vegna martraða sinna og endurlifðu hryllilega
reynslu sína í draumunum. Það var erfitt að túlka þetta sem einhvers konar
nautn eða uppfyllingu kynferðislegra óska. Freud ályktaði því sem svo, að
hér kæmi fram endurtekningarhvöt, þörf fyrir að endurlifa sársaukafulla
reynslu sem sjúklingarnir höfðu ekki vald yfir af því að hún tilheyrði
dulvitundinni.
Jafnvel tryggustu fylgismönnum Freuds var nóg boðið þegar hann lagði
fram þessar kenningar og fátt hefur verið jafn umdeilt í sálgreiningu hans, að
vonum. Ritgerðin Handan vellíbunarlögmálsins er engu að síður einn af mest
spennandi textum Freuds, texti sem er mjög leitandi, sem leggur fyrir okkur
óöryggi sitt og er laus við fræðilega valdatilburði. Freud var mælskumaður
og notaði iðulega sýndaróöryggi til að skapa trúverðugleika og ná þannig
tvöföldu taki á áheyrendum (á borð við: þetta veit ég ekki, en hitt er ég viss
um . ..). í Handan vellíðunarlögmálsins ristir óöryggið mun dýpra og þar
birtist þekkingarfræðilegur efi um réttmæti kenningarinnar. Því hin
þunglyndislega kenning Freuds segir í raun að þrá mannsins eftir ást,
merkingu og samræmi kallist á við hneigð hans til merkingarleysis,
upplausnar, sársauka og dauða sem geti fullt eins vel verið það sem þrá hans
beinist að?
Það er ekki auðvelt að koma þessu heim og saman við lækningahlutverk
sálgreiningarinnar. Markmið sálgreiningarinnar er ekki að eyða innri átökum
heldur að hjálpa sjúklingnum að lifa með þversögnum sínum. Og til þess
verða menn að þrá lífið, velja lífið.
Handan vellíðunarlögmálsins byggir upp og brýtur samtímis niður sína
eigin orðræðu og í því er textinn mun líkari fagurbókmenntum en
vísindaritgerð. Texti Freuds er byggður upp eins og frásögn, frásögnin um
dauðahvötina, og Peter Brooks bendir á að hægt sé að sjá hliðstæður á milli
Handan vellíðunarlögmálsins og fagurbókmennta.10 Textinn um dauða-
hvötina og bókmenntatextinn búa til tilgátur um manninn og takmarkanir
10 „Plot mediates meanings within the contradictory human world of the eternal and
the mortal. Freud’s masterplot speaks of the temporality of desire, and speaks to
our very desire for fictional p!ots.“ Reading for the Plot, s. 112.