Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 247
SKÍRNIR
MILLI LJÓSS OG MYRKURS
241
tengir víða annars staðar nautnina sem felst í sjúklegri peningagræðgi og
nísku einmitt við sadisma þarmstigsins.16 í Yfirvaldinu er það leitin að hinum
horfnu peningum sem er yfirskipuð endurtekning.
Oft verður maður var við fræðafælni, jafnvel fjandskap gegn bókmennta-
fræðum í íslenskri bókmenntaumræðu. Hér að framan hafa kenningar Peter
Brooks verið reifaðar í milliköflum og síðan notaðar sem eins konar
undirtexti í túlkun Yfirvaldsins eftir Þorgeir Þorgeirsson. Yfirvaldið er
margslunginn texti og að sjálfsögðu er hægt að lesa hann á marga vegu. Ég hef
valið að leggja áherslu á hlutverk endurtekningar í bókinni og reynt „að lesa
fléttuna".
Sálgreining Freuds og bókmenntafræðin hafa laðast hvor að annarri alla
öldina og hefur gengið á ýmsu í því tildragelsi. Menn reyndu að sálgreina
höfunda eða skáldsagnapersónur framan af en nú í seinni tíð hefur athyglin
fremur beinst að því hvað sálgreiningin hefur fram að færa þegar athuguð er
mælskulist og fagurfræði bókmenntatextans - og öfugt; menn spyrja hvað
getur bókmenntafræðin kennt sálgreiningunni.
Framlag Peter Brooks felst í að leiða saman frásagnafræði („narratologiu")
bókmenntafræðinnar, eins og formgerðarstefna hefur þróað hana, og
sálgreiningu Freuds. Honum tekst að láta þessar tvenns konar tilraunir til að
skilja mannlífið, skýra og varpa ljósi hvor á aðra.
Hitt er svo annað mál að það kerfi sem Brooks býr til og byggir á Handan
vellíðunarlögmdlsins má gagnrýna með hans eigin rökum gegn
formgerðarstefnumönnum. Kerfi Brooks lokast um sjálft sig, það nær að vísu
taki á hreyfingunni í endurtekningunum, en lokar hreyfinguna jafnframt inni
í verki sem afmarkast af upphafi og endi eða lífi og dauða sínum.
Þetta stenst ekki, að mínu mati, vegna þess að listaverk eru ekki afmörkuð
og þau geta ekki dáið. Viðfangsefni sálgreiningar eru dauðlegar manneskjur,
viðfangsefni bókmenntafræði eru textar sem fæða af sér nýja texta í það
óendanlega - á meðan einhver les þá og túlkar.
Fræðilegur texti getur verið frjór og fætt af sér nýja texta eins og best sést
á sálgreiningu Freuds. Kerfi Peter Brooks mun hins vegar tæplega gera það.
Ymsar af athugunum hans eru samt sem áður mjög góðar og hafa orðið mér
að gagni við að benda á frásagnarmynstur sem eru - og hafa alltaf verið í
Yfirvaldinu. Ég hefði hins vegar ekki skilið hve mikla þýðingu þau höfðu
nema með hjálp bókmenntafræðinnar og nýrra kenninga Peter Brooks.
Yfirvaldið eftir Þorgeir Þorgeirsson er að mörgu leyti miskunnarlaus
greining. í henni er lýst samfélagi sem er afbrigðilegt og sjúkt. Mannslífið er
einskis virt, fólk berst gegn sulti og kulda eins og dýr og vitundarlíf þess er
ekki á umtalsvert hærra plani. Eitt eða tvö eða fleiri mannslíf skipta engu máli,
ekkert hristir upp í sleni fólks - nema peningar. Peningar eða réttara sagt
16Sigmund Freud. „Transformations of Instinct“, The Pelican Freud Library, vol. 7,
s. 299-300.