Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 111
SKÍRNIR
VINNAN OG MENNINGIN
105
hugsun sem að baki bjó.10
... sameiginlegum málefnum fátæklinga skyldi skipað fyrir þá, ekki afþeim
sjálfum. Þeir ættu ekki að þurfa að hugsa sjálfstætt, varast skyldi að ýta undir
slíkt hjá þeim og ekki bæri þeim að hafa áhrif á ákvarðanir um örlög sín. Það
er skylda æðri stéttanna að hugsa fyrir fátæklingana og bera ábyrgð á þeim,
líkt og gildir um ábyrgð herforingja á hermönnum sínum. Þessu hlutverki
skyldu æðri stéttirnar sinna samviskusamlega, og bera sig að á þann hátt að
traustvekjandi væri, svo fátæklingarnir myndu virða og fara eftir reglum er
þeim væru settar, og myndu almennt virða og treysta húsbændum sínum og
verndurum. Samband ríkra og fátækra skyldi aðeins að hluta vera
drottnunarsamband; það skyldi vera vinsamlegt, siðlegt og náið; velviljuð
umhyggja annars vegar og virðingarfull og þakklát undirgefni hins vegar. Þeir
ríku ættu að vera þeim fátæku eins og foreldrar, leiðbeina þeim og stjórna líkt
og um börn væri að ræða.
Hjúin skyldu skila sínu dagsverki og vera undirgefin, en húsbænd-
urnir myndu á móti vernda lítilmagnann og tryggja honum lágmarks
lífsviðurværi, efnalegt og andlegt. Staða lægri stéttanna í slíkri heims-
mynd er heldur bágborin frá sjónarhóli nútímamanna og Mill ítrekar
að þetta hafi aðeins verið kenning um hvernig æskilegt væri að sam-
skiptum stéttanna væri háttað. Frávik voru mörg frá þessum hugmynd-
um um samskipti stéttanna og engin föst viðmið voru til um hvað
teldist vera lágmarks lífsviðurværi fyrir þá fátæku. Þótt forsjárhyggjan
hafi á sinn hátt veitt lítilmagnanum nokkurt öryggi þá leysti hún hann
ekki undan harðræði ef svo bar undir. Það var ekki fyrr en markaðs-
hyggja kapítalismans kom til sögunnar að verulega gróf undan forsjár-
hyggju í samskiptum stéttanna, enda breyttust þá einnig allar forsendur
þ j óðf élagsskipanarinnar.
Guðfræði fremur en nytjahyggja mótaði afstöðu manna til vinn-
unnar í þjóðfélagsskipan miðalda. Efnahagsleg sjónarmið hins hagsýna
manns (homo economicus) voru ekki enn orðin ráðandi. Að vísu þurftu
menn að vinna til þess að hafa í sig og á, en þar fyrir utan var vinnan
aðeins liður í almennum skyldum manna við boðskap kaþólskunnar,
og miðaði sá vinnuagi er kirkjan boðaði einkum að því að hreinsa sálina
og verja fólk gegn þeirri spillingu sem fylgdi iðjuleysinu. Vinnu var
l0John Stuart Mill, Principles of Political Economy (Boston: C.C. Little og J.
Brown, 1848), bls. 319-320.