Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 96
90
KARL SIGURBJÖRNSSON
SKÍRNIR
Eyðimerkurfeðurnir voru innbyrðis ólíkir menn. Flestir voru af
egypskum bændaættum en aðrir voru auðugir og af háum stigum.
Arseníus var Rómverji af ætt öldungaráðsmanna, hafði verið kennari
Þeódósíusar keisara. Jóhannes Kassíanos var frá Skýþíu, sem nú er
Rúmenía, og hafði ungur sest að sem einsetumaður í Betlehem. Ferð-
aðist hann síðan víða um og kynnti sér líf einsetumanna og reit tvær
bækur um ferðir sínar og kynni af andlegum leiðtogum. Síðar setti hann
á stofn klaustur heilags Viktors í nágrenni Marseilles - fyrsta klaustrið
á Vesturlöndum. Móse var Blámaður, Eþíópi. Hann hafði verið þræll
og síðar stigamaður, ræningi. Hann tók afturhvarfi og varð einsetu-
maður, loks prestur og telst meðal merkustu eyðimerkurfeðra.
Virðingarheiti eyðimerkurfeðranna voru „Abbas" - faðir, sem menn
hlutu eftir langa vist í auðninni, og „gerón“ - öldungur. Þeir sem voru
nýliðar kölluðust „bræður". Mikil áhersla var lögð á það að hver nýliði
hefði eldri mann og reyndari sér til leiðsagnar. En það voru líka konur
í þessum hópi. Þær báru titilinn „Amma,“ sem er arameíska og þýðir
móðir, mamma. Þeirra á meðal var Amma Theódóra, Amma Sara og
Amma Synkletíka. Þær nutu mikils álits og aðdáunar, því almennt var
álitið að eyðimörkin væri ekki staður fyrir konur.
Eyðimerkurfeðurnir bjuggu um sig í hellum, eða reistu sér kofa-
hreysi. Þar bjuggu þeir í einverunni, unnu að því að flétta körfur, gera
reipi og ríða net, sem þeir seldu síðan á markaðinum í næsta þorpi.
Stundum fóru þeir og unnu við uppskeru í nærliggjandi byggðarlögum.
Þeir sóttu messur í næstu sóknarkirkju, en oft komu þeir auk þess
saman og sungu messu og stundum héldu þeir þing til að leysa ákveðin
vandkvæði eða taka ákvarðanir um sameiginleg mál.
Sögur eyðimerkurfeðranna gengu upphaflega manna á milli í
munnlegri geymd, og bera þess merki. En brátt voru þær skráðar á
arameísku, og síðar á grísku og latínu. Heilagur Benedikt lagði svo fyrir
í klausturreglu sinni að þær skyldu lesnar á undan náttsöng í klaustrun-
um. Sögunar lýsa einfaldri og fábrotinni lífsspeki. Yfirleitt eru þetta
hversdagsleg svör við hversdagslegum og blátt áfram spurningum. Og
orðfáar eru þær. Þetta eru menn þagnar og kyrrðar, sem forðast allar
hástemmdar yfirlýsingar og vilja sem fæst segja um leyndardóma
trúarinnar. Þeir vita sig í návist Guðs og þeim er ljóst að þá segir þögnin
meir en ótal orð. Því eru orð þeirra fá og meitluð. Engar allsherjar