Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 34
28
RUSSELL POOLE
SKÍRNIR
heiðnar hjálparhellur í upphafi Jómsvíkingadrápu sinnar: „Varkak
fróðr und forsum,/ fórk aldrigi at göldrum/... öllungis namk eigi/
Yggjar feng und hanga.“37a Einmitt slíkt athæfi er eignað Óðni í
kaflanum úr Ynglinga sögu sem áður var vitnað til: „...en stundum
vakði hann upp dauða menn ór jörðu eða settisk undir hanga.“ Sú venja
að eiga orðastað við hina dauðu í þeim tilgangi að yrkja fer að dómi
Eliade (bls. 382) nærri þeirri „vígslu eða innblæstri verðandi shamana
og seiðmanna sem dvelja næturlangt hjá dauðum mönnum eða í
grafreitum“. Nýlega hefur Carol Clover minnt okkur á þýðingu
skáldamjaðarins, að því leyti að hráki er tengdur bæði göldrum og
bruggun; blóð er líka tengt töfrum og víni; og vín sem neytt var á réttan
hátt var talið koma á leiðsluástandi sem leiddi til skáldlegrar sköpunar.38
Þegar ég geri ráð fyrir sambandi milli orðræðu dróttskáldanna og
þess athæfis víkingatímans að fremja seið, er ég vitaskuld ekki að leggja
þetta tvennt að jöfnu. Fremur mætti hugsa sér seið, skáldskap og ef til
vill berserksgang sem flokk laustengdra félagslegra athafna.39 Þeim er
sameiginlegt að vera aðferðir til þess að koma fólki í sérstakt, upphafið
hugarástand. Sumar tegundir dróttkvæðs skáldskapar kynnu að hafa
haft í för með sér sálrænt brotthvarf skáldanna frá hversdagslegu um-
hverfi sínu. Við höfum þegar séð hina sérstöku en þó fremur sjaldgæfu
notkun nútíðar, sem flytur skáldið jafnt sem áheyrendur þess burt frá
raunverulegum tíma og stað. Eins konar „brotthvarf" kann einnig að
hafa átt sér stað frá einstaklingseðli skáldsins yfir í t.d. valkyrjuna
(Darraðarljóð og Eiríksmál), hræfugla (Hrafnsmál/Haraldskvæði) eða
aðrar verur. Lofkvæði af þessari „brotthvarfagerð" hafa ef til vill ekki
aðeins verið fólgin í djarfri samfelldri myndhverfingu („conceit") eins
og barokkskáld eða metafýsísku skáldin eru sögð gera, heldur með
37aSkjaldedigtningen. 2B, lv.2.
38 „Scaldic Sensibility", Arkiv för Nordisk Filologi, 93 (1978), 63-81, einkum
bls. 69 og tilvísanir þar.
39 Klaus von See hefur haft uppi efasemdir um að berserkirnir hafi í raun
verið til, sjá „Exkurs zum Haraldskvæði: Berserker“, Zeitschrift fiir
deutsche Wortforschung, 17 (1961), 129-35, endurprentað í ritgerðasafni
hans Edda, Saga, Skaldendichtung, Heidelberg: Winter, 1981, bls. 311-17;
en um samanburðarrannsóknir sjá Kim McCone, „Werewolves, Cyclopes,
Díberga, and Fíanna: Juvenile Delinquency in Early Ireland", Cambridge
Medieval Celtic Studies, 12 (1986), 1-22.