Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 67
SKÍRNIR
SPEKINGURINN MEÐ BARNSHJARTAÐ
61
temur, verða mörgum, sem þær hlotnuðust, eins og skaðræðisvopn í óvita
hendi, og fávíslegs oftrausts drambsemis og illgirnis freistíng.4
Nú hefði mátt ætla að Birni opnaðist að svo búnu beinn og breiður
vegur til lærdóms og frama. Sjálfsagt hefur hann í svipinn losnað við
bráðustu búksorgir, og enn átti hann eftir næsta ár að vinna til frekari
verðlauna, 1820, þegar hann fékk verðlaunapening háskólans fyrir aðra
ritgerð. Skömmu seinna varð hann aðstoðarmaður hjá kunnum
stjörnufræðingi, Schumacher að nafni, suður á Holtsetalandi. Var hann
svo tvö ár í Altona.
Þá var lokið lærdómsiðkunum Bjarnar við háskólann. Fór hann
þaðan án embættisprófs, enda hefði slíkt komið honum að litlu haldi
heima á Islandi. En víst má telja að athygli sú sem verðlaunavinningar
hans vakti hafi stuðlað að því að hann hlaut fasta kennararstöðu við
eina lærða skólann á Islandi, sem þá var á Bessastöðum. Þetta var 1822,
og þá var loks tekin upp regluleg kennsla í sumum þeim greinum, sem
Björn kenndi, t.d. stærðfræði, landafræði og síðar ýmsum greinum
náttúrufræða. Má geta sér þess til að Björn hafi óbeint orðið til þess að
farið var að sinna þessum greinum um þessar mundir.
A Bessastaðaárunum, 1822-46, bjó Björn í Sviðholti. Þar kvæntist
hann 1825 Ragnheiði Bjarnadóttur, ekkju Jóns Jónssonar skólakennara
(adjúnkts) frá Flekkudal í Kjós, en hann fórst með póstskipinu við
Svörtuloft á útmánuðum 1817. Bjarni Jónsson, sem varð rektor Reykja-
víkurskóla eftir Sveinbjörn Egilsson, varð þá stjúpsonur Bjarnar.
Vonandi hefur farið vel á með þeim, þó að Birni auðnaðist ekki að gera
stærðfræðing úr Bjarna. Hafi hann einhvern tíma lotið svo lágt að læra
margföldunartöfluna, þá hafði hann týnt henni á rektorsárum sínum,
ef marka má frásögn Jóns Ólafssonar ritstjóra.5
Frú Ragnheiður varð ekki langlíf, hún dó sumarið 1834. Tveimur
árum síðar gekk Björn að eiga aðra ekkju í Sviðholti, Guðlaugu dóttur
Ara Arasonar læknis á Flugumýri. Hún dó 1873, svo að Björn lifði
hana líka. Báðar voru þessar konur hinar mætustu og röggsamar
húsmæður. Sáu þær um að létta daglegu veraldaramstri af Birni, svo að
4 Klaustur-Pósturinn, I. árgangur, 12. tölublað. Viðey í desember 1818, bls.
189-190.
5 „Úr endurminningum Jóns Ólafssonar." Iðunn. Nýr flokkur. I. árg.
Reykjavík 1915-1916, bls. 284-85.