Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 133
SKÍRNIR
NYTJ ASTEFN AN
127
snúið baki við henni í Frelsinu og hugsun hans sé því í heild nykruð og
tætingsleg. En nú er hvort tveggja að ég hef ekki í huga að skrifa ritgerð
um hugmyndasögu og svo hitt að ég hef á öðrum vettvangi komist að
þeirri niðurstöðu að fjarri fari að hugsun Mills sé sjálfri sér ósamkvæm
heldur sé því þveröfugt háttað: hún sé „einæðiskennd í hinni bestu
merkingu“.2 Það er ekki heldur ætlun mín hér að láta reyna á þolrifin
í ýmsum þeim rökum sem Mill og aðrir hafa sett fram fyrir ágæti nytja-
stefnunnar. Hugmynd mín er hins vegar sú að kanna nokkrar helstu
mótbárurnar gegn henni, ganga úr skugga um hvort þær séu jafn-
tilþrifamiklar og háskalegar og sumir vilja vera láta.
Segja verður hverja sögu eins og hún gengur; og af nytjastefnunni er
það helst tíðinda að mjög hefur skyggt á hennar hlut meðal heim-
spekinga síðustu tvo áratugi. Svo rammt hefur kveðið að þessu að flest
frægustu siðfræðirit síðari ára eru, a.m.k. öðrum þræði, óþvegin
áróðursrit gegn nytjastefnu. Þannig eru höfundar eins og John Rawls,
Robert Nozick, Bernard Williams og Alasdair Maclntyre, er telja má
til þekktustu siðfræðinga samtímans, ekki tungusparir í ritum sínum
um ávirðingar hennar.3 Ef til vill er það besti mælikvarðinn á áhrifamátt
nytjastefnunnar að allir þessir hugsuðir skuli telja nauðsynlegt að ryðja
‘kreddum’ hennar úr vegi áður en lagður er grundvöllur að nýrri og
réttari siðfræði. Richard Hare, prófessor emeritus í Oxford, er nú einn
heldri heimspekinga um að halda uppi vörnum fyrir nytjastefnu og
virðist kunna því hlutskipti illa að þurfa á gamals aldri að gerast stífla
2 Um nytjastefnu og frelsiskenningu Mills fjalla tvær greinar sem ég skrifaði
í Lesbók Morgunblaðsins, „Frelsi eða nytsemd?“ (5. nóv. 1988) og „Frelsi
og forræðishyggja“ (12. nóv. 1988). Hér er vitnað í lokin á seinni greininni.
En raunar slæddist sú prentvilla inn í hin ívitnuðu orð í Lesbókinni að
hugsun Mills hefði verið „einræðiskennd í hinni bestu merkingu" í stað
„einæðiskennd" (þ.e. öll á sömu bókina lærð). Veit ég fá dæmi þess að einn
stafur hafi þannig breytt niðurstöðu heillar ritgerðar!
3 Helsta rit Rawls er A Theory of Justice (Oxford University Press, 1973) en
Nozicks Anarchy, State, and Utopia (Basil Blackwell, 1971). Hugsun
Williams má best kynnast í greinasafninu Moral Luck (Cambridge
University Press, 1981) og nýjustu bók hans, Ethics and the Limits of
Philosophy (Harvard University Press, 1985). Maclntyre er þekktastur fyrir
After Virtue (University of Notre Dame Press, 1981) en nýjasta bók hans,
Whose Justice? Which Rationality? (G. Duckworth & Co., 1988), er ekki
síðri.