Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 44
38
KRISTÍN GEIRSDÓTTIR
SKÍRNIR
hvaða orð Kolbeinn hefur mælt yfir Guðmundi Arasyni, en það eitt að
vita að hann skyldi tala yfir biskupi, finnst mér ákaflega merkilegt. En
einhvernveginn get ég ekki orðið alveg sannfærð um það, að Arngrímur
hafi endilega stælt eftir vissri fyrirmynd ræðu þá, sem hann segir að hafi
verið flutt yfir biskupinum, jafnvel þó að þar mætti finna hliðstæðu. En
var ekki hið upphafna skrúðmál kirkjunnar oftast sjálfu sér líkt?
Eg býst við að í sögnum og ævintýrum margra, ef ekki flestra þjóða,
megi finna frásögur um óféti, sem að einhverju leyti svipar til Gláms í
Grettissögu, en eitt þeirra atriða, sem dr. Hermann Pálsson víkur að í
ritgerð sinni, er það, að nýlega hafi verið bent á, að hinn norræni óvætt-
ur íslendingasögunnar „hafi í rauninni verið suðrænn í aðra ættina“.4
Þetta er annars ekki beinlínis útskýrt, og þó nefnd til rit Gregoríusar
mikla, þannig að sagt hafi verið að ýmis hindurvitni í sögum séu þaðan
komin og má það svo sem vel vera. En þó að finna mætti einhversstaðar
á suðrænni slóð frásögn sem minnti á þennan þátt Grettissögu, sé ég
ekki að það geti nokkuð sannað um beint samband þar á milli. - Ég
hygg að sögnin sé innlend að uppruna, og að líkindum í fyrstunni
sprottin upp í kringum einhver óhöpp, sem kunna að hafa gerst í
Húnaþingi á sínum tíma, en þjóðtrúin og ímyndunaraflið síðan tekið
við og að lokum orðið úr hin magnþrungna frásögn Grettlu, sem varla
á sinn líka.
II
Margt ótrúlegt getur komið fyrir, og líklega verður það að teljast
ótrúlegt að áttræð alþýðukona skuli reyna að gera athugasemdir við
skrif lærðra og viðurkenndra fræðimanna. - En hin síðari ár hefur
stefna margra fræðimanna varðandi íslensku fornritin verið mér mikið
harmsefni. Ekki þó svo að skilja að mér vaxi í augum þó að eitthvað sé
gagnrýnt, og ekki heldur þó að eitthvað kunni að hnikast til, þegar
verið er að reyna að komast til botns í ýmsum torráðnum stöðum, og
það er ekki nema von að margskonar heilabrot, ímyndanir og hug-
dettur láti á sér bæra. En mér finnst, að ekki megi láta slíkar nýsmíðar
taka völdin, gera þær að undirstöðu, en rengja jafnframt flest það sem
4 Hermann Pálsson, „Bækur æxlast af bókum“, Skírnir (vorhefti 1988), bls.
47.