Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 208
202
GARÐAR BALDVINSSON
SKÍRNIR
„(einkum hjá törfum, höfrum og hrútum) gredda" (no), en hins vegar
„hjólfar" (no) eða „mynda hjólfar" (so). E.t.v. hefur þýðandinn verið á
báðum áttum því að í þessari óþægilegu minningu Sethe er kynferðisleg vísun
frumtextans færð yfir I þýðinguna með því að gera sundurglennt hné hennar
að gapandi skauti: „her knees wide open as any grave“ (5) verður „skaut
hennar gapandi eins og hver önnur gröf“ (12). „Open“ er hér nokkuð óvænt
orð og vekur upp spurningar varðandi stigveldi merkingar og framandleika
þareð nær óhugsandi er að tala um „opin hné“ á íslensku. í hugarmynd sinni
virðist Sethe sjá sig sem opna gröf svo að fórn hennar fær sterkan dauðablæ
sem vísar óbeint í þá hugmynd Becketts að dauði og fæðing séu sam-
tvinnuð.16 Þýðandi reynir hér e.t.v. að vinna upp mökin sem glatast þegar
„rutting" verður „þræða“ en mistekst og líkami konunnar er þrengdur í
merkinguna „skaut“ svo að í stað niðurlægðrar konu sem fórnar sér fyrir
heiður (ódauðleika) dóttur sinnar sjáum við í þýðingartexta allt að því
viðtekna mynd af hinni lauslátu konu.
í predikun sinni um ást segir Baby Suggs, tengdamóðir Sethe, svarta
fólkinu að það þurfi að elska líkama sinn og hjartað meira en allt annað,
jafnvel meira en „your life-giving private parts“ (89). í Ensk-íslenskri orðabók
er „private parts“ þýtt sem „kynfæri" en orðasambandið er reyndar nokkuð
algengt sem eins konar feluorð eða a.m.k. fínt og settlegt orðalag fyrir
kynfæri karla jafnt sem kvenna. Þetta er þess vegna langt því frá skáldlegt eða
upphafið mál á nokkurn hátt þótt orðin hafi án efa hafnað saman í upphafi
vegna stuðlunar og hljóms. Samt býr þýðandinn til það snilldarlega orð
„leyndarlimi" (86) svo að þýðingin verður: „líf-gefandi leyndarlimi ykkar“.
Vegna þessa lendir hann í klípu þegar „private parts“ á við kynfæri kvenna,
einsog gerist þegar fyrir hugskotssjónir Sethe líður mynd af hópi hvítra karla
að nauðga svörtum konum. Hún vill forða börnum sínum frá slíkri reynslu
og í innra eintali hennar um að þeir fái ekki svívirt dóttur hennar notar hún
m.a. þessi orð: „whether a gang of whites invaded her daughter’s private
parts“ (251). Óhugnaði myndarinnar er hér miðlað í gegnum sjálfa merk-
ingarkjarnana sem með ískaldri nákvæmni sýna okkur hóp karla ráðast inn
í kynfæri stúlkubarns. í þýðingunni er þessum myndræna hryllingi alveg
sleppt og myndinni komið niður á plan flatneskjunnar, þess feluleiks með
óhugnanlegar staðreyndir sem svo lengi hefur þagað í hel sifjaspell og annað
kynferðislegt ofbeldi gagnvart konum: „hvort gengi hvítra hefði svívirt
dóttur hennar“ (230). Þannig er merkingaraukum orðsins „svívirt" einum
ætlað að bera uppi hrollvekju frumtextans.
Stundum er engu líkara en að orð frumtextanna séu þýðendum svo
óskiljanleg að þeir virðast eiginlega „túlka“ út í loftið. Slík „rangtúlkun" getur
orðið mjög neyðarleg einsog sést t.d. í Konunum á Brewster Place þegar
karlveldið er brotið til þess mergjar sem felst í fallusnum, sjálfu tákni þess
16 Sbr. „They give birth astride of a grave, the light gleams an instant, then it’s night
once more.“ Samuel Beckett: Waiting for Godot, Faber and Faber, London 1956.
Hér vitnað eftir annarri útgáfu, 1965, bls. 89.