Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 66
60 BERGSTEINN JÓNSSON SKÍRNIR
þó að þeir þættir séu að vísu ómetanlegir og haft fyrir satt að viljinn
dragi hálft hlass.
Garðstyrkurinn reyndist mörgum íslenzkum stúdentum ómetan-
legur stuðningur meðan hans naut við eða um rúmlega þriggja alda
skeið. En einn saman hrökk hann varla eða ekki.
Einhverjir hafa hlaupið undir bagga með Birni og gert honum kleift
að halda utan. Fór hann til Kaupmannahafnar haustið 1817, 29 ára
gamall. Hann tók examen artium um áramótin næstu með 2. einkunn
og síðan examen philosophicum með 1. einkunn.
Þessi próf og árangur í þeim hefur víst engum þótt í frásögur
færandi, því að áþekk svipugöng gengu aðrir íslenzkir stúdentar þá og
lengur. En von bráðar bárust þær fréttir af Birni, sem greindu hann
rækilega frá öllum þorra samferðamannanna. Verður það ráðið af
frásögn dómstjórans í Viðey, Magnúsar Stephensens, í fréttablaði hans
og einkamálgagni:
En - það er ecki nýtt, að eðallundaðir Danir ljetti undir með öðrum, sem í
bágindi rata. Einkum mega þurfandi Islendingar opt segja af örlæti þeirra í
mannraunum. Gáfaður landi vor, Studiósus Björn Gunnlaugsson frá
Húnavatns Sýslu, sigldi árið 1817 örsnauður, og mest uppá von annara
lærdóms aðstoðar þar, hvar afbragð manna að lærdómi og gáfna dýrkun,
finnur fleiri heiðrendur og aðstoðarmenn, enn meðal vor, hvar efnaskortur,
eða lítið almenn vyrðing lærdóms, launar lærða menn optar öfund enn
sanngirni, og drepur heldur með alúð lærdóms yðnum niður. Fyrir best svar
uppá framsetta spurningu í mælingarfræði, vann þessi gáfaði landi vor
Háskólans fyrirheitnu verðlaun, minnispening í gulli, hvörn bágindi þrýstu
honum loks til að gefa falann til uppheldis sjer. Stúdentar aðrir urðu þessa
varir, og lögðu 100 rbdli saman, hvörjar þeir buðu honum fyrir minnispening
hans, sem var lángt yfir verð þessa, að gullinu til og myntun. Björn seldi þeim
peninginn fyrir hið boðna verð, en, sem forgaungumaður hinna, sendi
Stúdent I. C. Rönne í nafni þeirra, sem þá 100 rbdli tillögðu, Stúdenti Birni
Gunnlaugssyni sama Gullpenínginn aptur að gjöf, með öðrum orðum: Þeir
gáfu honum fyrrtjeða 100 rbdli. Þetta barst út og mæltist vel fyrir, sem bar;
var og auglýst í Frjettablöðum. En skömmu síðar mætti Björn á förnum vegi
þar í Staðnum, honum ókjenndum manni, sem tók í hönd hans og laumaði
að honum um leið 100 rbdlm, og hjeldt áfram leiðar sinnar, án þess að gjöra
sig framar kunnann. Svo eðallundað dæmi sannrar mannelsku, er dylur sig,
duldi sá ráðvandi, þurfandi landi ecki, er viðtók, nje heldur skal Klaustur-
Pósturinn dylja svo merkilegt eptirdæmi fyrir þeini, er lofsverða yðn og
dýrkun sjerlegra mentagáfna í nockru heiðra, eða aðstoða vilja og megna í
bágindum; því gáfur einar, hvörjar stöðug yðn engin dýrkar, og dygð engin