Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 68
62
BERGSTEINN JÓNSSON
SKÍRNIR
hann gat óskiptur sinnt heilabrotum sínum og kortagerð, teikningum
eða ritstörfum, sem hann starfaði að samhliða kennslunni.
Dóttir frú Guðlaugar og fyrra manns hennar, Þórðar Bjarnasonar
klausturhaldara, var Sesselja, fyrri kona Bergs Thorbergs landshöfð-
ingja. Um Guðlaugu er þess getið að hún hafi verið framúrskarandi vel
verkifarin handavinnukona, og kenndi hún mörgum stúlkum þær listir.
Er á Benedikt Gröndal að skilja að sá blómarósaskari hafi mjög dregið
að aðra gesti og aukið glaðværð á heimilinu.
Með fyrri konunni eignaðist Björn dótturina Ólöfu, sem var fædd
22. febrúar 1830 og dó 7. desember 1874. Hún var kona Jens Sigurðs-
sonar rektors. Attu þau mörg börn og hafa orðið bæði niðjamörg og
kynsæl.
A Bessastaðaárunum, nánar tiltekið 1831-44, vann Björn það verk
sem trúlega mun lengst halda nafni hans á loft. Þá framkvæmdi hann
víðsvegar um landið þær mælingar, sem auk gagna frá öðrum sem á
undan honum höfðu farið, dugðu honum til þess að ganga frá vönd-
uðum Islandsuppdrætti. Alls varði hann 12 sumrum til könnunarferða
árin 1831-43.
Merkilegt má telja hversu margt af ritverkum Bjarnar komst á prent
og þar með fyrir almenningssjónir, þegar þess er gætt hversu óalþýðleg
flest viðfangsefni hans voru, og hversu fátt var prentað af öllu því sem
samið var á Islandi um hans daga. Megnið af alvarlegustu verkum hans,
sem prentuð voru, eiga það eflaust að þakka hinum stórmerku
skólaboðsritum Bessastaðaskóla, sem lengst af voru prentuð í Viðey.
Hér fer á eftir ritaskrá Bjarnar Gunnlaugssonar, tekin saman eftir
bókaskrá Halldórs Hermannssonar frá 1914.6
De mensura et delineatione Islandiæ interioris, cura Societatis litterariæ
Islandicæ his temporibus facienda scripsit Björnus Gunnlaugi filius. In
monasterio Videyensi, 1834. 8°. pp. 38+(2)... „Solemnia scholastica ...
Scholæ Bessastadensis" 2. febr. 1834. — Er á dönsku og latínu.
Einföld landmælíng tii að kenna að semja afstöðu uppdrætti með
auðfengnum verkfærum; eptir Björn Gunnlaugsson, gefin út af hinu
íslenzka Bókmentafélagi. Kaupmannahöfn, 1868. 8°. pp. 47.
Höjdemaalinger paa Island, meddelte af Th. Thoroddsen. Extr. fr. Geografisk
Tidsskrift III. Bd. Kjöbenhavn, 1879. 4°. pp. 126-127.
6 Catalogue of the Icelandic Collection bequeathed by Willard Fiske,
compiled by Halldór Hermannsson. Ithaca, New York 1914.