Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 239
SKÍRNIR
MILLI LJÓSS OG MYRKURS
233
hvort tveggja. Gráminn verður að svörtu, að hvítu og að silfurlitu - lit
peninganna. í þessum gráma, í afstæðri birtunni, fer fram aftaka.
Fyrstu litirnir sem mynda sterka andstæðu við grámann er rautt klæði sem
breitt er yfir höggstokkinn. Stundu síðar fossar rautt blóðið úr strjúpanum
þegar höfuð konunnar losnar frá bolnum. „Undarleg stuna fer um söfnuð-
inn“ (19). í litum fyrsta kaflans eru þemu bókarinnar fólgin. Sagt er frá dauð-
anum og um leið lífinu, lífsbaráttunni og um leið peningum og valdabaráttu.
Þriðji kafli hefst á nýrri tímasetningu. Það er 15. júní 1824, sex árum fyrir
aftökuna sem við sáum í fyrsta kafla. Strax eftir þessa tímasetningu erum við
stödd í miðri yfirheyrslu hjá Blöndal sýslumanni vegna ránsins á bænum
Múla.
Lesandinn hefur fengið margs konar svör og fullt af spurningum nú þegar:
Hvers vegna fór aftakan fram? Hvað gerðist? Hvers vegna skiptir það svona
miklu máli að það var Guðmundur Ketilsson, bróðir hins myrta, sem var í
hlutverki böðulsins? Sagan er byrjuð að fléttast áfram.
Að lesa fléttuna.
Peter Brooks fjallar líka um tímann í bók sinni, Að lesa fléttuna (Reading for
the Plot). Hann gagnrýnir bæði líkön formgerðarstefnunnar og hefðbundna
frásagnarfræði fyrir að taka ekki hliðsjón af tíma skáldsögunnar. Skáldsagan
er ekki kyrrstæð mynstur heldur þróun, breytingar, hreyfing sem hrífur
okkur með sér.
Skilgreining Brooks hljóðar svo: „ferlið er [...] virk túlkun orðræðu á efni
sögunnar".5 Með „efni sögunnar" er til dæmis átt við það söguefni sem notað
er í Yfirvaldinu, þ.e. sakamálin tvö með þeim persónum sem þar komu við
sögu. Efnið er í réttri tímaröð og allar upplýsingar teknar með þar sem þær
eiga heima. „Orðræða“ Yfirvaldsins er hins vegar það hvernig sagt er frá
þessu efni í bókinni (byrjað á endinum, stokkið sex ár tilbaka og svo tvö ár
áfram o.s.frv.). Það er orðræðan, framsetningin, sem túlkar efnið um leið og
því er miðlað til lesandans. Hin túlkandi framsetning er „flétta“ bókarinnar.
Hvernig getum við lýst „fléttunni", sem er eiginlega hreyfing gegnum
söguna, án þess að frysta hana um leið í einhvers konar mynstri? Hvað er
þessi hreyfing og hvers vegna látum við hrífast með skáldsögum yfirleitt. Hér
hættir Brooks að leita svara hjá formgerðarstefnu og færir sig yfir í
sálgreiningu til að reyna að skilja þá orku sem liggur til grundvallar skáld-
sögum og fær okkur til að lesa þær í belg og biðu.
Hann leitar fanga hjá franska sálgreinandanum Lacan og finnur hugtakið
„þrá“. „Þráin eftir frásögn" er það sem fær höfunda til að skrifa og okkur til
að lesa, samkvæmt Brooks.6 Upphaf frásagnar gefur til kynna að það vanti
5 „Plot, once again, is the active interpretive work of discourse on story,“ Reading
for the Plot, s. 27.
6 „We seem to have moved from desire as inhabiting the récit, the narrative plot, to
desire as the motor of narration, the narrating discourse ...“ Readingfor the Plot,
s. 53.