Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 58
52
KRISTÍN GEIRSDÓTTIR
SKÍRNIR
Það er ákaflega furðulegt hversu þessi stórkostlega löggjöf hefur lítið
verið til umræðu í sambandi við Landnámu, þar sem ættartölur eru að
öðrum þræði uppistaða bókarinnar og sifjalöggjöf þessi hlýtur óhjá-
kvæmilega að hafa stuðlað að því að ættrakningar væru tiltækar hverj-
um manni, enda undir eftirliti bæði veraldlegra og kirkjulegra stjórn-
valda. Og þetta eru staðreyndir, en ekki goðsagnir.
Áhugi fyrir þessum málum hefur oft reynst ódrepandi og eðlislægur.
Ég veit um menn sem hafa varið ómældum hluta starfskrafta sinna til
að safna ættartölum. Sjálf hafði ég ekki neinn sérstakan áhuga á þessu
framan af ævi og aldrei hef ég litið í kirkjubækur og yfirleitt ekki
athugað heimildir nema það sem ég hef smámsaman fyrirhitt í bókum,
sumpart af tilviljun. Þegar ég var ung heyrði ég að vísu alloft minnst á
skyldleika meðal fólks, en þó ekki mikið framyfir það, sem kom fram
eins og af sjálfu sér samhliða öðrum gömlum minningum eldra fólksins.
En éinhvernveginn hefur þó farið svo, að ég þykist vita nöfn á öllum
mínum langa-langöfum og langa-langömmum og einhver svolítil deili
á þeim flestum, sumstaðar get ég líka rakið nokkru lengra. Og ég tel
mig ekki hafa ástæðu til að efast um að forfeður mínir á þjóðveldisöld,
studdir af strangri löggjöf og sjálfsagt einnig oft á tíðum af ýmiskonar
hagsmunum og metnaði, hafi getað rakið ættir sínar býsna langt aftur
í tímann. Ekki síst þar sem sjálft landnámið var í baksýn.
Ég hef ævinlega álitið að fyrsta bygging landsins - hið umtalaða
landnám, hafi verið þjóðveldismönnum á íslandi ríkt í minni. Þessi
fámenna þjóð hefur frá upphafi þróað með sér óvenju djúptæka
frásagnarhneigð og frásagnargleði, sem fengið hefur næringu við marg-
breyttar sagnir um ævintýralegar hættuferðir til hins fjarlæga ósnortna
lands, þar sem allt þurfti að byggja upp frá grunni og naumast varð
aftur snúið frá. Ég held að slíkt hafi varla verið til þess fallið að gleymast
næsta dag. Ég held að það sé ekki einungis líklegt, heldur víst, að fólkið,
sem upplifði þessa atburði, hafi sagt börnum sínum og barnabörnum
frá þeim og þau síðan sínum afkomendum og öðrum, sem hlýða vildu.
Vera má að þessar sagnir hafi smátt og smátt eitthvað brenglast eða
færst úr lagi, en líklegt er samt að meginþræðir þeirra hafi varðveist
réttir. Margt gat verið til að halda þessum sögnum saman, umhverfi,
örnefni og kennileiti, margskonar ættartengsl og ættrakningar, sem
menn bæði vildu og urðu að halda sig við. Og sífellt gerðist margt