Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 24
18
RUSSELL POOLE
SKÍRNIR
með varðmanninum árvakra) og hin sem augljóslega nýtur ekki verndar
(ekkjan sem talað er um að hafi ekki frumkvæði að neinu heldur horfi
á framgang sigurvegarans).22 Þetta virðist fela í sér einhvers konar lausn
á stöðu Emmu í samræmi við ríkjandi hugmyndafræði þeirra tíma;
henni er þegjandi og hljóðalaust jafnað við þá tegund kvenna sem
þarfnast verndar.
En undirokun textans á hinu yfirnáttúrlega sætir jafnvel enn meiri
furðu. Hvorki Þór né Kristi er neitt þakkað; ef nokkuð virðist manni
kvæðið aðeins bera vitni um fullnægjandi traust á almennan „mátt og
inegin" og á forustuhæfileika einstaklingsins. I Velleklu, dróttkvæði
sem samið var nokkru fyrr og í öllu heiðnara umhverfi, hefur verið
rakinn upp þráður sem sýnir að með markvissri notkun kenninga er
sigursælum konungi og andstæðingum hans jafnað við Þór og
jötnana.23 Aftur á móti sést aðeins annar endi þessa þráðar í Liðsmanna-
flokki. Þar er óvininum jafnað við jötnana þegar orðasambandið
„brunns byggs skeggja“ (íbúi steins [byggs uppsprettunnar]) sem er
regluleg jötunskenning, er notað um Ulfketil. Til Emmu er vísað á
óljósari hátt og ekki í reglulegum kenningum sem einhvers sem „býr í
steini“. En miðað við Velleklu vantar hér goðfræðilegar tilvísanir sem
samjafna Knúti eða Þorkatli við Þór. Svo virðist sem hin heiðna
hugmyndafræði, sem áður var ríkjandi, hafi þokað til hliðar án þess að
kristnin sé endanlega komin í staðinn.
Að vissu marki má líka skilgreina hugmyndafræði textans sem
„einstaklingshugmyndafræði", að því leyti sem það lofar afrek konungs
og jarls, hin dæmigerðu „mikilmenni“ sé horft frá hinum gamalgróna
ráðandi sjónarhól.24 En sjónarhorn textans er óvenjulegt og hugsanlega
22Roberta Frank ræðir þessa stöðluðu manngerð ítarlegar í nýlegri grein,
„Why Skalds address Women“, Poetry in the Scandinavian Middle Ages,
Preprints for the Seventh International Saga Conference, Spoleto, 4-10
September 1988, bls. 55-66, einkum 58, 59 og 61.
23 Skjaldedigtningen, B 119 v. 15; sjá Margaret Clunies Ross, „Style and
Authorial Presence in Skaldic Mythological Poetry", Saga Book, 20 (1981),
276-304, einkum 285-86; einnig Roberta Frank, „Hand Tools and Power
Tools in Eilífr’s Þórsdrápa“ í Structure and Meaning in Old Norse
Literature ... , útg. John Lindow o. fl., Odense: Odense University Press,
1986, bls. 94-109, einkum bls. 102 og tilvitnanir þar.
24 Um þátt konungakvæða í því að afmarka og festa í sessi hlutverk leiðtogans
sjá einnig Sigrúnu Davíðsdóttur, „Old Norse Court Poetry: Some Notes