Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 196
190
GARÐAR BALDVINSSON
SKÍRNIR
Togstreita orðs og hljóðs er jafnframt barátta um vald yfir heiminum. Orð
tengist orði og saman mynda þau skilgreiningu og frásögn; hvortveggja er
valdatæki til að skýra út og móta veruleikann. Þegar t.d. Denver hugsar um
frásagnir kallar hún þær á einum stað „net til að halda Ástkærri" (76) og gerir
talið þar með að meiru en miðli, þ.e. neti til að fanga fólk í, jafnvel til að veita
dauðum líf. Þegar Paul D rifjar upp ráðninguna sem kennarinn veitti Sixo
fyrir að endurskilgreina „þjófnað“ kemur einmitt í ljós að skilgreiningin sem
slík er veldissproti. (Þareð sú áhersla fer mjög forgörðum í þýðingunni þá
birtist textinn hér á báðum málum.)
Clever, but schoolteacher beat him
anyway to show him that defini-
tions belonged to the definers - not
the defined. (190)5
Snjallt, en skólakennari barði hann
samt, til að sýna honum hverjum
bæri að skilgreina og hverjum ekki.
(176)
Vangaveltur Pauls D um karlmennsku sína og félaga sinna á Sælustað snúast
í raun um stöðu svartra í samfélagi sem hvítir ráða, um þau gömlu sannindi
(sbr. t.d. Biblíuna) að sá sem gefur nafn skapar með því heim, líf, heimsmynd:
Hafði hann [Garner] verið að gefa því sem hann sá nafn eða skapa það
sem hann kom ekki auga á? [. . .] Voru það orð hvíts manns, sem
gerðu þá að mönnum? Gerum ráð fyrir að Garner hefði vaknað upp
einn morguninn og skipt um skoðun? Tekið orð sín aftur. Hefðu þeir
þá strokið? (203)
Purpuraliturinn
Bók Alice Walker The Color Purple lýsir lífi blökkukvenna í Bandaríkjunum
(og Afríku) á millistríðsárunum og fram í heimsstyrjöldina síðari. Sögunni,
sem er í formi bréfa, er miðlað úr vitund tveggja blökkukvenna, systranna
Celie og Nettie. Hér er reynslu svartra kvenna lýst úr þríþættri jaðarstöðu.
I fyrsta lagi eru svertingjar, sem fyrr segir, á jaðri hvíta samfélagsins, síðan er
reynsla kvenna á jaðri ríkjandi karlveldismenningar svertingja, eins konar
undirmenning kvenna. Loks er svo farið út á jaðar þessarar undirmenningar
og reynsla lesbíunnar könnuð. Jafnframt er farið út fyrir hinn bandaríska
menningarheim til þeirrar horfnu fortíðar og menningar í Afríku sem
bandarískir blökkumenn eru að mestu ættaðir úr. Ferðin til Afríku er ekki
aðeins landfræðileg heldur einnig hugmyndafræðileg, ekki síst af því að með
henni gefst færi - sem er notað til hins ýtrasta - á að brjóta til mergjar ýmsar
goðsögur um svertingja í nútíð og fortíð. í ljós kemur að þessar goðsögur eru
arfur frá hvítum, frá þeirri menningu sem kúgar svarta. Leið sögunnar liggur
þannig um orsakir og birtingarmyndir þeirrar kúgunar sem svartir búa við og
5 Toni Morrison: Beloved, Alfred A. Knopf, New York 1987. Hér er stuðst við út-
gáfu Penguin, New York 1988.