Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 54
48
KRISTÍN GEIRSDÓTTIR
SKÍRNIR
skólakerfinu, allt frá fyrstu kennslu í grunnskóla til námskeiða í íslenskri sögu
í háskóla. [...] Miðaldafrásagnirnar eru þynntar svolítið út og kannski færðar
til nútímalegs orðalags, en eftir standa megindrættirnir [...] þrátt fyrir ósam-
kvæmni, sem oft virðist hvimleið botnleysa, þegar grannt er skoðað. [. . .]
Niðurstaðan verður næsta vesældarleg íhaldssemi. En saga íslenskra miðalda
verður að miklu leyti safn af smáskrýtlum og siðferðilegum dæmisögum.15
Aldrei fyrr hef ég nú heyrt talað þannig um íslenskar fornbókmenntir.
Einnig segir Sveinbjörn meðal annars að í byrjun tólftu aldar hafi tekið
að myndast ákveðin venja fyrir því hvernig ritað sé um elstu sögu Is-
lands. Ekki er gert ráð fyrir að við neitt hafi verið að styðjast, þaðan af
síður minnst á viðleitni til að bjarga gömlum fróðleik frá glötun. Nei, -
það fór bara að myndast venja. Hið fullkomna virðingarleysi fyrir hinni
fornu sagnahefð sést t.d. vel á því, þegar sagt er að á biskupsstólunum
hafi verið „komið á“ (eftir minniháttar togstreitu, sem ég veit því miður
ekki hvernig dr. Sveinbjörn hefur fengið vitneskju um) fastri,
reglubundinni tímaröð kristniboða (Þorvaldur - Stefnir - Þang-
brandur). En sé á annað borð gert ráð fyrir að Ari hafi sagt nokkurt satt
orð, má fullyrða að fyrir röð kristniboðanna eru örugg rök, þetta hefur
hann vitað. Hann var alinn upp með manni, sem sjálfur mundi
kristnitökuna - (bilið í tíma var þó ekki meira en þetta). Og þó að
Hallur Þórarinsson væri aðeins þrevetur, þegar Þangbrandur skírði
hann, stóð hann til aukins þroska og skilnings, hann óx upp í hinum
nýja sið, og ekki verður dregið í efa að á þessum tímum hefur kristni-
takan og aðdragandi hennar hlotið að vera á hvers manns vörum. Og
svo átti fyrir Halli að liggja að verða á efri árum fóstri Ara Þorgilssonar.
Enginn neitar því að hið íslenska biskupsdæmi hafi verið byggt á
íslenska höfðingdæminu og að undir því höfðingdæmi hafi staðið eign
eða yfirráð jarðnæðisins í landinu. Sveinbjörn segir þetta koma glöggt
fram í riti Ara. Landnámabók sé skrá yfir „svokallaða landnámsmenn",
þar sem lýst sé upphafi skipulegs samfélags á íslandi, án íhlutunar kon-
ungs. Orðrétt segir í greininni:
Listi yfir þá sem fyrstir töldust hafa tekið landið til eignar, var mikilvæg
forsenda til að lýsa sögulegu upphafi hins íslenska höfðingdæmis og þá
15Sveinbjörn Rafnsson, „Frá landnámstíma til nútíma“, Skírnir haust 1988,
bls. 317.