Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 246
SKÍRNIR
240 DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
Vitnin segja sögur sínar Á sama hátt og í fyrra málinu leiðir saga af sér
sögu og hlutverk sýslumanns er að hlusta og skrifa. I yfirheyrslunum reynir
náttúrlega mjög á hæfileikann til að túlka endurtekningar, bera frásagnir
saman, finna aftur „það sem er öðruvísi í því sama“, finna þversagnir, finna
yfir hverju er þagað, túlka mismæli og tvíræðni. En í stað þess að byggja
kerfisbundið upp samfellda sögu færist sýslumaður stöðugt fjær því
markmiði eins og Holtastaða-Jóhann segir við Daníel, vinnumann sinn:
- Það skal ég segja þér. Þín mál hafa ekki verið neitt til tals síðan Rósa
vitnaði um peninga Nathans og draummann Þorbjargar í Katadal. Þá
fékk Yfirvaldið þá snjöllu hugmynd að Múlapeningarnir væru í sigti og
síðan hefur hann verið að prófa um þetta fram og aftur. Og það er að
vitna hvað um annað eins og fífl, sauðaþjófnaði og smástuldi endalaust.
Einn verður að hefna sín á öðrum. Yfirvaldið sér ekki lengur út úr
öllum þeim smáglæpum sem komnir eru fyrir daginn í þessu amstri
hans. (163-164)
Hvað er að verða af merkingunni? Svarinu við spurningunni: hvers vegna?
Ástæðunni fyrir því að svo fór sem fór? Merkingin verður æ óskýrari fyrir
Blöndal sýslumanni, en önnur merking er byrjuð að byggjast upp fyrir
lesendum.
Friðrik heldur að Nathan hafi stungið Múlapeningunum undan, en er ekki
viss. Blöndal sýslumaður heldur þetta líka, en getur ekki heldur verið viss.
Hann finnur aldrei Múlapeningana, en bæði fyrri og síðari dómurinn sem
kveðinn er upp í Yfirvaldinu dæmir alla þá sem viðriðnir eru málið til þungra
fjársekta. Peningar skipta meginmáli í báðum málunum.
Eyrra málið snýst um leit að horfnum fjármunum til að byrja með en
þróast yfir í valdabaráttu sýslumanns og Nathans. Seinna málið snýst um
morð til að byrja með en þróast yfir í leit að horfnum fjármunum. Síðara
málið er þannig bæði endurtekning og umsnúningur á fyrra málinu.
Frásögnin hvolfist yfir sjálfa sig, verður eins og tví-baka (,,dobbel-back“).
Það verður ómögulegt að sjá hvort endurtekningarnar vísa fram eða aftur í
textanum, hvort þær leiða til dauða eða lífs.
Það sem leitar fram í endurtekningarhvötinni er bæld og þar með dulvituð
reynsla. í Handan vellídunarlögmálsins gerir Freud ráð fyrir að þessi reynsla
geti verið utanaðkomandi, eins og hjá hermönnunum úr fyrri
heimstyrjöldinni. En hættan getur líka komið innan frá, verið hin hættulega
og þar með bælda reynsla af afbrigðilegum þáttum kynhvatarinnar sem
bundnir voru nautn og sælu á þroskastigunum fyrir Ödipusarstigið.
Martraðarkenndar endurtekningar eru ósjálfráðar, afbrigðilegar, demonískar
af því að þær eiga sér stað gegn vilja fólks, en þær geta engu að síður haft
ákveðna nautn í för með sér. Hér er um sadó-masókískar endurtekningar að
ræða. Freud fjallar stuttlega um þetta í Handan vellíðunarlögmálsins,15 en
15Sigmund Freud. „Beyond the Pleasure Principle", s. 301-305 og s. 327-328