Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 202
196
GARÐAR BALDVINSSON
SKÍRNIR
á fleiri en einn veg. Ströng þýðingafræði segir að svo sé ekki, því að við endur-
orðun á einu máli breytist merkingin, og jafnvel enn frekar þegar endur-
orðunin fer fram á annarri tungu. Samt sem áður reyna menn að þýða texta
af einu tungumáli á annað, en meðvitaðir um að verkið sé óframkvæmanlegt,
þ.e. um „óþýðanleika" málsins. Þannig verður markmið þýðandans í raun að
flytja frumtextann yfir á þýðingarmálið með sem minnstu tapi „í hafi“, þ.e.
á þann hátt að sem flestir af merkingarþáttum frumtextans komist yfir í texta
þýðingarinnar.
Eitt tækið til að forða slíku tapi er hugmyndin um stigveldi merkingarinn-
ar,10 þar sem merkingarþáttunum er skipað í forgangsröð. Þeir eru í fyrsta lagi
hinn setningafrxðilegi og merkingarfrœðilegi (sem lúta að bókstafsmerkingu)
en loks er lasileiki sem er gert að hafa áhrif á þessa skipan. Vel má hugsa sér
að fylgjendur formlegs jafngildis skipi merkingarfræðilega þættinum ávallt
ofar eðlilegri setningaskipan í þýðingunni vegna þess að þeir sækjast ekki eftir
að gera þýðingartextann auðlesinn; en að fylgjendur áhrifa-jafngildis setji
eðlilega setningaskipan ávallt ofar merkingarfræði-þættinum einmitt vegna
kröfunnar um að þýðingin sé auðlesin. Hér geta einnig atriði einsog stíll og
hljómur vegið þungt og haft bein áhrif á röðina í þessu stigveldi.
Þýðandinn þarf einnig að átta sig á því að allar ákvarðanir hans tengjast
með einum eða öðrum hætti, líkt og um net sé að ræða. Þegar valið er milli
formlegs jafngildis og áhrifa-jafngildis í upphafi má ljóst vera að sú ákvörðun
hefur áhrif hvarvetna í þýðingarstarfinu, í glímunni við hvern einasta vanda
sem mætir þýðandanum í frumtextanum. Ákvörðun um þýðingareiningar,
röðun í stigveldi merkingar, málsnið; allt hefur þetta áhrif á þann vef sem að
lokum myndar texta sjálfrar þýðingarinnar. Meðvitund þýðandans um þetta
ákvarðananet" skiptir því höfuðmáli fyrir þann blæ sem þýðingin fær á sig,
hvort hún er samkvæm sjálfri sér eða ósamkvæm, jafnvel sundurlaus. Krafan
um samkvæmni er e.t.v. eina krafan sem þýðingafræði getur gert til þýðinga,
þ.e.a.s. að þýðandinn marki sér einhverja stefnu - velji t.d. formlegt jafngildi
fram yfir áhrifa-jafngildi - og haldi sig við þá stefnu svo sem kostur er.
Þannig - og aðeins þannig - fær texti þýðingarinnar þann heildarsvip sem
sjálf hugmyndin um merkingu, og reyndar einnig um heim, byggir á.
„Þvogld framandi tungu“
Málsnið svertingja gegnir, ef svo má segja, þríþættu hlutverki: uppreisn,
raunsæi og samsömun. Þýðanda hvílir því sú skylda á herðum að skipa
þessum þrem hlutverkum í forgangsröð og ákveða hvernig megi láta
þýðinguna bera í sér merkingu þeirra. Samsömunin virðist léttvægust við
10 Hugmyndin er komin frá Albrecht Neubert, en ég hef hana frá Susan Bassnett-
McGuire: Translation Studies, Methuen, London og New York 1980, sbr. t..d. bls.
27.
11 Orðið „ákvarðananet“ er dorgað upp úr grein Ástráðs Eysteinssonar, „Skapandi
tryggð“, Andvari 1987, bls. 66.