Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 169
SKÍRNIR STJÓRNSPEKI OG MIÐALDAHÁSKÓLAR
163
að meta þær breytingar sem orðið hafa á vestrænum háskólum og
þjóðfélögum í tímans rás og þýðingu þeirra fyrir stjórnun þessara
stofnana. Þá er ekki að sjá að Halldóri sé kunnugt um þau stjórnsýslu-
líkön, sem reynt hefur verið að heimfæra upp á nútímaháskóla (sjá t.d.
B.R. Clark 1983, J.L. Davies & A.W. Morgan 1982, o.fl.). Á meðan
engum hefur tekist að finna hina fullkomnu stjórnsýslu munu menn
halda áfram að þreifa sig áfram og leita leiða til þess að bæta hana. Þar
af leiðir að stjórnsýsla háskóla verður enn um sinn sérstakt viðfangs-
efni, andstætt því sem Halldór gefur í skyn. Hins vegar verður ekki
annað séð en kennslustjóri telji þær breytingar, sem rætt hefur verið um
hér að framan, aðeins mistök í þróun háskólanna, frávik frá hinu eina
sanna eðli þeirra eins og það var ákvarðað við tilurð þeirra á miðöldum.
Stjórnsýslutillögur háskólaráðs
Á fundi háskólaráðs þann 18. desember 1986 var ákveðið að skipa
vinnunefnd til „athugunar á leiðum til úrbóta um endurskoðun á
stjórnsýslu Háskólans." I starfsáætlun háskólaráðs fyrir árið 1987 er að
finna nánari lýsingu á verkefni nefndarinnar. Þar segir, að endurskoðun
á stjórnsýslu Háskólans sé „skilgreining á verkaskiptingu, ábyrgð og
valdi hinna ýmsu embættismanna á öllum stigum stjórnsýslu allt frá
grasrótum". Þessar tillögur háskólaráðs eiga sér langan aðdraganda. I
skýrslu sem þróunarnefnd Háskóla Islands sendi frá sér á árinu 1984,
og Halldór Guðjónsson átti þátt í, segir m.a. um stjórnsýslu Háskólans:
Nefndinni virðist verka- og ábyrgðardreifingin milli stjórnsýsluaðila mjög á
reiki í einstökum atriðum, en enginn beri heildarábyrgð á verkefnasviði eða
hafi völd til að hagræða málum eða málaflokkum, sem hann vinnur að.
Nefndin telur þetta eina meginástæðuna fyrir því, að heildarmálefni
háskólans koma lítt til umræðu. Ymsu í þessu efni mætti hagræða innan
ramma núgildandi laga og reglugerðar, en þó er rétt að huga að því hvort ekki
eigi að gefa betri skipan festu með breytingum á lögum og reglugerð. (bls. 97)
Vinnunefndin, sem hlaut nafnið Stjórnsýslunefnd, var skipuð þann 18.
desember 1986. í febrúar 1989 kynnti nefndin hugmyndir sínar í
Afangaskýrslu Stjórnsýslunefndar Háskóla Islands. Fljótlega eftir að
áfangaskýrsla Stjórnsýslunefndar var lögð fram voru haldnir kynn-