Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 207
SKÍRNIR
SVART Á HVÍTU
201
fari hin kvenlega tímaupplifun í frumtextanum alveg forgörðum. Hér hefur
þýðandinn ennfremur endaskipti á gerendum textans: í frumtextanum ríður
ævin öldunum en í þýðingunni fleyta öldurnar ævinni inn í vitundina og reisa
meira að segja faldinn.
í Ástkœrri er mikið rætt um móðurina, hlutverk hennar og tengsl við
barnið, enda er samband Sethe við dætur sínar, Denver og Ástkæra, eitt
meginþema sögunnar. Þess vegna varða allar vísanir í þessi tengsl miklu í texta
hennar. I þýðingunni fara þau að verulegu leyti í súginn, einsog t.d. þegar
„breaking womb“ er gert að „sprungnum kviði" svo að æxlunargildi móður-
lífsins og reyndar allt gildi þess þurrkast út. Sethe verður semsé skyndilega
mál og pissar án afláts fyrir framan kamarinn en atvikið flæðir á vissan hátt
inn í það flæði líkamsvökva sem fór af stað á flóttanum þegar hún fæddi
Denver:
But there was no stopping water En það var engin leið að stöðva
breaking from a breaking womb vatnsrennsli frá sprungnum kviði og
and there was no stopping now. (51) það var engin leið að stöðva það
núna. (54; leturbr. GB)
Auk þess að vera beinlínis röng brenglar þýðingin myndina svo mjög að
líking og merking frumtextans hverfa. „Sprunginn kviður“ minnir fremur á
sprungna og tætta blöðru en líknarbelg sem er að bresta og hleypa legvatni
af stað í upphafi eða aðdraganda fæðingar. Satt að segja á þýðandi Astkxrrar
iðulega í miklum vandræðum frammi fyrir líkama konunnar/móðurinnar
einsog sést líka þegar hann þýðir á öðrum stað „life-holding womb“ (89) sem
„líf-gefandi kvið“ (86). Þótt orðið „kviður" hafi að vísu einnig merkinguna
„móðurskaut“14 drepur þýðandinn með þessu á dreif vísuninni í æxlunar-
hlutverk konunnar. Vegna þess hve þýðandinn njörvar móðurlífið við
kviðinn er eðlilegt að þegar orðin „kviður“ og „sköp“ koma fyrir í sömu
línunni (bls. 90) dragi lesandinn þá ályktun að hér sé um móðurskaut
konunnar að ræða. En nei, hér eru á ferðinni þýðingar á „stomach“ og „vag-
ina“. Ruglandi af þessu tagi er gersamlega óþörf, enda mætti þá allt eins notast
við eitt orð fyrir „stomach", „womb“ og „vagina".
Það er ekki síður athyglisvert hvernig fórnin sem Sethe færir til að fá
áletrun á legstein Ástkærrar verður að kynfýsn og nautn Sethe samkvæmt
þýðingunni. Hún kaupir áletrunina með líkama sínum sem steinsmiðurinn
nýtur í dýrslegum mökum: „rutting among the headstones with the
engraver“ (5). í þýðingunni eru þó engin mök: „þar sem hún þræddi milli
legsteinanna með steinsmiðinum" (13). Orðið „rut“ er raunar geysierfitt í
þýðingu, t.d. gefur Ensk-íslensk orðabók15 annars vegar „vera graður" (so) og
14 Sbr. íslensk orðabók handa skólum og almenningi, ritstj. Árni Böðvarsson, 2. útg.,
Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Rvík 1983.
15 Sören Sörenson: Ensk-íslensk orðabók með alfrxðilegu ívafi, Jóhann S. Hannesson
bjó til prentunar ásamt fleirum, Orn og Örlygur, Rvík 1984.