Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 32
26
RUSSELL POOLE
SKÍRNIR
þjóðfélögum. Andstætt við þessa bælingu einstaklingseðlisins tók
útlaginn á sig eins konar firrta einstaklingsmynd, eins og hin ýmsu
útlagakvæði frá fornum norðvesturevrópskum þjóðfélögum bera vitni
um. Ef þetta er nú dregið saman, þá er best, út frá táknhyrningnum, að
setja útlagann á reitinn ekki-almennt, en seiðkonuna á reitinn ekki-
einstakt.32
Þessi flokkun sýnir að myndbreytingarnar og óvissan um hver var
hvað, sem við sáum í orðræðu dróttskáldanna, falla á sama reit og
seiðkonan í þjóðfélaginu. Á þessum reit eiga einnig heima önnur dæmi
um geranda sem myndbreytist í menningu og goðsagnaheimi
víkingatímans. Af þeim er Óðinn að sjálfsögðu frægastur enda ræður
hann yfir seiðnum; hann stal skáldamiðinum og færði hann Ásum og
í þessari ævintýraför, eins og Snorri greinir frá henni, varð Óðinn sér
úti um myndbreytingarmátt sinn. Hinn sígildi staður þar sem ham-
skipti Óðins koma við sögu, er önnur frásögn Snorra, í 7. kafla
Ynglinga sögu: „Óðinn skipti hömum. Lá þá búkrinn sem sofinn eða
dauðr, en hann var þá fugl eða dýr, fiskr eða ormr og fór á einni
svipstund á fjarlæg lönd að sínum örendum eða annarra manna“.33
Mircea Eliade segir um þetta að „þessa leiðsluferð Óðins í líki dýrs má
augljóslega bera saman við það þegar shamani umbreytist í dýr“.34
Hamskipti af þessu tagi einkenna goðsögur og ævintýri allra þjóða,
svo og aðrar tegundir frásagna sem miðast við það sem er jaðrað og
ekki-einstakt. Jameson bendir á furðulegan sveigjanleika frásagnanna
sem Lévi-Strauss rekur í bók sinni Mythologiques: mannlegir gerendur
breytast í sífellu í dýr eða hluti og aftur til baka; ekkert sem líkist
„sjónarhorni“ frásagnar, hvað þá „samsömun“ eða „samúð" með
einhverri einni sögupersónu kemur fram; það er meira að segja ekki
hægt að búa til hugtak yfir stöðu einstaks sögumanns eða „sendanda“
án þess að lenda í mótsögnum (bls. 124). Jameson telur að sagnir á borð
við þessar komi frá þjóðfélagsheimi þar sem „sálfræðileg sjálfsvera“ er
ekki enn orðin til sem slík og þar sem síðari hugtök um sjálfsveruna,
32Um seiðkonur sjá Dag Strömbáck, „Sejd“, KLNM og tilvísanir þar.
33 í Heimskringlu /, útg. Bjarni Aðalbjarnarson, Islenzk fornrit, 26,
Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 1941, bls. 18.
34Shamanism. Archaic Techniques of Ecstasy, þýð. Willard R. Trask, London:
Routledge and Kegan Paul, 1964, bls. 381.