Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 191
GARÐAR BALDVINSSON
Svart á hvítu
Þýðing blakkra kvennabókmennta
Gloria Naylor
Konumar á Brewster Place
Þýðandi Hjörtur Pálsson
Iðunn 1986.
Toni Morrison
Ástkier
Þýðandi Ulfur Hjörvar
Forlagið 1987.
Alice Walker
Purpuraliturinn
Þýðandi Ólöf Eldjárn
Forlagið 1986.
MEÐ SKÁLDSKAP sínum hafa blökkukonur rækilega kveðið sér hljóðs í
bókmenntaumræðunni, bæði vestan hafs og hér á íslandi. í Bandaríkjunum
hafa þær unnið til helstu bókmenntaverðlauna undanfarinn áratug og hér á
landi hafa komið út þýðingar á verkum fjögurra þeirra nú síðustu ár. í
heimalandi sínu eru þær taldar kveða við nýjan tón, ferskan og heillandi
einsog þeirra sem sjá heiminn í fyrsta sinn. En auðvitað hafa bandarískar
blökkukonur lengi horft á heiminn þótt þær sjái hann e.t.v. öðruvísi en venja
er og lýsi honum með óvenjulegu móti. Á vissan hátt má jafnvel segja að í
bókmenntum þeirra birtist annar heimur en við eigum að venjast, harðari,
grimmari, tilfinningaríkari, jafnvel upprunalegri. Eða að harðneskjan sé
áþreifanlegri í því lífi sem þessar bókmenntir lýsa og kúgunin beinni, jafnvel
líkamlegri en gerist og gengur í okkar hluta heimsins.
Þegar hugað er að þýðingum á slíkum bókmenntum virðist auðsætt að viss
vandamál séu nær óyfirstíganleg. Blökkumenn lifa ekki aðeins á jaðri eða í
undirlagi samfélagsins, heldur tala þeir líka sitt eigið tungumál og eiga sér, að
því er virðist, sína eigin menningu sem í ýmsu sker sig frá ráðandi þáttum í
bandarískri menningu. Af þessu virðist mega ráða að bókmenntir bandarískra
blökkukvenna þurfi að fara um þrjú ólík menningarsvið til að komast inn í
íslenskan menningarheim, þ.e.a.s. hið bandaríska, hið svarta og svið kvenna.
Það er því forvitnilegt að athuga hvernig þessi bókmenntakerfi mætast,
skoða hina nýju bylgju sem hingað hefur borist með íslenskum þýðingum á
verkum bandarískra blökkukvenna og kanna hvort íslensk tunga fái gætt
þennan framandi heim lífi. Til þess hef ég valið þrjár skáldsögur, Beloved eftir
Toni Morrison, í íslenskri þýðingu Úlfars Hjörvars (Ástkar), The Women of
Brewster Place eftir Gloriu Naylor, í íslenskri þýðingu Hjartar Pálssonar
(Konurnar á Brewster Place) og The Color Purple eftir Alice Walker, í