Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 223
217
SKÍRNIR FRÁSAGNAFRÆÐIN OG TfMAÞJÓFURINN
þar sem Ófeigur Járngerðarson hrekur Guðmund ríka úr heiðurssæti með því
að sýna honum hnefa sinn og krefja Guðmund álits á stærð hans og afli.
í kaflanum um „tíðni“ greinir Genette á milli eintektarstaðhafinga og
endnrtektarstaðhafinga. Eintektarstaðhæfing segir einu sinni frá því sem
gerist einu sinni og er langalgengasta tegund frásagnarstaðhæfinga, bæði í
íslendingasögum og annars staðar. Dæmi má taka úr 3. kafla Hænsa-Þóns
sögu: „Annan dag eftir reið Hersteinn Blund-Ketilsson út á Nes“. Endur-
tektarstaðhæfing segir hins vegar einu sinni frá því sem gerðist oft og má taka
sem dæmi setningu úr 39. kafla Laxdœla sögu sem segir frá tíðum
heimsóknum Kjartans Ólafssonar til Guðrúnar Ósvífursdóttur: „Kjartan fór
opt til Sælingsdalslaugar".
í kaflanum um „hátt“ greinir Genette milli ólíkra aðferða til að tjá ræðu
í frásögn, þar á meðal óbeinnar og heinnar ræðu. Eftirfarandi málsgrein úr 35.
kafla Grettis sögu sýnir hvernig skipt er úr þeirri fyrri yfir í þá síðari:
„Þórhallr kvazk þökk fyrir kunna, at hann væri þar - ‘en fám þykkir slægr
til at gista hér um tíma ..f sama kafla reynir Genette einnig að búa til
mælikvarða til að ákvarða frá hvaða sjónarhorni atburðir frásagnarinnar eru
séðir, eða sjónum beint að þeim á hverri stund fyrir sig. Taka má eftirfarandi
setningu úr 78. kafla Njáls sögu til dæmis: „Sá atburðr varð at Hlíðarenda, at
smalamaðr ok griðkona ráku fé hjá haugi Gunnars; þeim þótti Gunnarr vera
kátr ok kveða í hauginum". Hér er það ljóst að gerðir og hegðun smalamanns
og griðkonu annars vegar og Gunnars hins vegar eru séð frá ólíkum
sjónarhornum eða á mismunandi plönum. Ef einhver er vitni að því er
smalamaður og griðkona reka féð framhjá haugi Gunnars er það ónafn-
greindur sögumaður Njálu sem er ekki persóna í sögunni og stendur þar með
utan við hana; gerðum smalamanns og griðkonu er þannig lýst með ytri
sjónbeiningu, þ.e. þær eru séðar utan frá. Það er hins vegar ekki sögu-
maðurinn sem verður vitni að kátínu og kveðskap Gunnars í hauginum,
heldur tvær persónur í sögunni, smalamaður og griðkona; hegðun Gunnars
afturgengins er þannig lýst með innri sjónbeiningu. Það er líkast því sem
sögumaður Njáls sögu notfæri sér innri sjónbeiningu til að firra sig ábyrgð á
því að hafa séð Gunnar afturgenginn, og sú tilgáta styrkist við það að hann
heldur áfram að beita henni í næstu málsgrein þar sem hann notar eigin
skynjanir Skarphéðins og Högna til að lýsa því hvernig Gunnar birtist þeim
afturgenginn („Þeim sýndisk . ..; þeir þóttusk .. . sjá ... Þeir sá . .. þó mátti
heyra görla ...“), og undirstrikar þannig, eins og með smalamann og
griðkonu, að þessum persónum virtist sem afturganga væri til staðar og að
verki, en lætur því ósvarað hvort hún hafi verið það í raun og veru.
Að lokum ræðir Genette í kaflanum um „rödd“, þau mismunandi stig sem
frásögnin getur unnið með og þau margvíslegu tengsl sem kunna að vera milli
þessara plana. Eins og við höfum séð getur hugtakið sjónbeining hjálpað
okkur til að ákvarða hver er vitni að atburðum sögunnar á hverri stundu fyrir
sig, en hugtakið frásagnarstig hjálpar okkur hins vegar til að ákvarða hver
segir frá á hverri stund sögunnar fyrir sig. Gylfaginning, til dæmis, vinnur
með að minnsta kosti þrjú frásagnarstig: fyrsta stigið, þar sem ónafngreindur