Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 243
SKÍRNIR
MILLI LJÓSS OG MYRKURS
237
Þótt Jóhanni þyki sagan ofbjóðanleg, að sögn, segir hann Blöndal og
Espólín hana samt. Hún hljóðar svo: þegar Blöndal sýslumaður, Bjössi frá
Blöndudalshólum, var við nám í Kaupmannahöfn hittust þeir Nathan einu
sinni og fóru á fyllirí saman. Blöndal varð drukkinn og einlægur og trúði
Nathan fyrir því að hann væri í raun óskilgetinn sonur prestsins. Móðirin og
presturinn neyddust til segja honum allt af létta þegar hann varð ástfanginn
af, og vildi giftast prestsdótturinni, hálfsystur sinni. Eftir þetta áfall sagðist
Blöndal vera haldinn af löngun til að hefna sín, hefna sín á hórum og hór-
körlum og afkvæmum þeirra, lifandi vitnisburði forboðins kynlífs sem bæri
að refsa grimmilega.
Jóhann segir líka í smáatriðum frá því sem „Nathan bætti við“ um fjár-
hagslegan ágóða sýslumanns af siðferðilegri og félagslegri upplausn í
Húnavatnssýslu, hvernig Yfirvaldið hefði forgöngu um að mergsjúga fátækt
fólk í krafti embættis síns og frjálsrar túlkunar á lögunum.
Blöndal sýslumaður er hér borinn þungum sökum. Hann er sakaður um
að ofsækja undirsáta sína af persónulegum og efnahagslegum ástæðum.
Jóhann er látinn hafa nægilegt sálfræðilegt innsæi til að hitta sýslumann fyrir
þar sem hann er veikastur. í því ættarsamfélagi sem sagan gerist í, gengur
valdið nánast í erfðir og sem óskilgetið barn á Blöndal ekki rétt á þeirri stöðu
sem hann hefur. Hann er sonurinn sem þekkir ekki föður sinn, hann þjáist
af vöntun sem enginn sér eða þekkir nema hann sjálfur. Hann reynir að bæta
úr hinni innri vöntun með táknum valdsins, peningum, sem eiga að koma í
stað fyrir blessun föðurins og réttlæta stöðu hans sjálfs, sem er óréttmæt.
Þetta er túlkun Holtastaða-Jóhanns og (kannski) Nathans Ketilssonar.
Hins vegar á það þjóðfélagsástand sem lýst er í orðræðu Yfirvaldsins hvorki
upphaf né endi í persónu Blöndals sýslumanns. Myndin er mun flóknari.
Við erum komin að lokum fyrri hluta Yfirvaldsins sem fjallar um ránið á
bænum Múla. Fólkið hefur sagt frá. og sagan heldur spegli upp að andliti
Yfirvaldsins, sýnir mynd sem það vill ekki sjá. í dómi Espólíns (og Blöndals)
felst túlkun en lesandi á erfitt með að taka við lausn leynilögreglumannsins,
vegna ósamræmis á milli ferlisins og formlegrar lausnar málsins eða dómsins.
Samt opnast djúpin fyrst fyrir alvöru í síðari hluta bókarinnar sem gerist
fjórum árum seinna.
Hann hefst á réttarskjali, skýrslu um rannsókn á húsbruna á bænum
Illugastöðum, þann 19. mars 1828. í brunarústunum finnast leifar tveggja
manna sem hafa verið limlestir hryllilega. Annar þeirra er „vinur“ sýslu-
mannsins frá réttarhöldunum í Múla, delinkventinn Nathan Ketilsson. Hinn
er gestur hans Pétur Jónsson.
Vinnukonurnar á bænum, Agnes og Sigríður, viðurkenna þátttöku sína í
glæpnum strax við fyrstu yfirheyrslu tveim dögum seinna og sjálfur
morðinginn, Friðrik frá Katadal, er tekinn fastur sama dag. En á sama hátt og
í fyrra málinu er frásögnin rétt að byrja eftir að ljóst er orðið hver framdi
glæpinn.
Blöndal sýslumaður er ekkert að flýta sér að setja rétt í málinu og virðist
ekki kippa sér sérlega upp. Ekki fyrr en hann heyrir ávæning um að