Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 227
SKlRNIR frásagnafræðin og tímaþjófurinn
221
ekki fremur búast við því að hún hefði komið of snemma ef úrið hennar hefði
flýtt sér, þannig að hún hefði haldið að klukkan væri meira en hún var í raun
og veru? Hvernig sem ber að útskýra þetta legg ég til að þessa
upphafssetningu, ásamt nafni bókarinnar, beri að skoða sem boð til lesandans
um að í þessari skáldsögu verði fjallað um tímann á einkennilegan og óvæntan
hátt, sem verði að veita sérstaka athygli til að skilja hana til fulls.10
III
Eins og áður hefur komið fram hefst frásögnin í Tímaþjófinum á skóla-
setningunni sem lýst er í fyrsta kaflanum og lýkur með því að Alda fer í
rúmið með hita sjö árum síðar; allt það sem gerist fyrir eða eftir þessa tvo
atburði hlýtur að falla utan við það tímabil sem fyrstastigsfrásögnin, sem
Genette mundi kalla svo, nær yfir, þ.e. meginfrásögnin, en þau afturgrip og
framgrip sem fyrir koma eru skipuð undir hana. í öðrum kafla bókarinnar
(„Berlæraður maður með gítar“) lýsir Alda því að samkennari hennar sem
hún stendur í ástarsambandi við um þessar mundir, Steindór latínukennari,
vill fyrir alla muni koma heim með henni að skólasetningu lokinni. Hún
segir: „Síðast þegar hann kom sagði ég að við skyldum hætta“ (bls. 9). Þetta
er glöggt dæmi um ytra afturgrip; það vísar aftur til atburðar sem hlýtur að
hafa átt sér stað í sögunni fyrir - eða utan við - það tímabil sem meginfrá-
sögnin spannar. Alda hleypir Steinþóri inn til sín og þar leikur hann
Rómönsu á gítarinn hennar. Seinna í kaflanum, eftir að Steinþór er farinn,
koma í heimsókn til Oldu systir hennar Alma og systurdóttirin Sigga, en þær
búa á þessu stigi sögunnar á hæðinni fyrir neðan. Alda segir síðan, sem
sögumaður, að „Við hlustum á Rómönsu, þá sömu og Steindór spilaði á
gítarinn áðan“ (bls. 12-13). Þetta er einfalt dæmi um innra afturgrip; það vísar
aftur til þess sem hefur gerst innan þess tímabils sem meginfrásögnin spannar,
þ.e.a.s. atburðar eftir skólasetninguna sem meginfrásögnin hefst á. Ennfremur
rifjar það upp atvik sem þegar hefur verið minnst á í frásögninni: í því tilliti
er það dæmi um endurtekið innra afturgrip. Það má bera þetta saman við
10Það er ekki nema sanngjarnt að upplýsa á þessu stigi málsins að í umræðum að
loknum fyrirlestri þessum í upphaflegri gerð í Edinborg (sjá nmgr. 1), þar sem
Steinunn Sigurðardóttir var viðstödd, benti hún á að orðalagið á fyrstu setningu
bókarinnar hefði verið af vangá af hennar hálfu. Ég svaraði með því að halda því
fram (og hljóp þar eflaust nokkuð í vörn) að þegar einu sinni er búið að prenta
setninguna hafi lesandinn rétt til að lesa út úr henni það sem honum sýnist, og í
öðru lagi að orðalag setningarinnar mætti réttlæta rökrétt með því að sé úrið manns
að seinka sér gæti verið að maður væri svo hræddur um að koma of seint að maður
kæmi þess vegna of snemma frekar en of seint. Seinna vakti það athygli mína að
umsögn Guðmundar Andra, sjá nmgr. 8, hneigist í þá átt að staðfesta síðarnefnda
sjónarmiðið. Ég er Steinunni afar þakklátur fyrir aðstoð, góð ráð og hvatningu sem
ég hef þegið af henni í rannsókn minni á Tímaþjófinum, sem ég hef nú nærri lokið
við að þýða á ensku.