Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 36
30
RUSSELL POOLE
SKÍRNIR
lauslega kallað „nýgerving". Þessa tilhneigingu til gagnsæis má sjá í
elstu dróttkvæðum sem varðveist hafa eins og Lie hefur bent á.43 Sum
kvæði eru gagnsærri en önnur. Það er einnig satt að í stöku kvæði eins
og Liðsmannaflokki megi sjá báðar tegundir formtilhneigingar, í átt til
dulargervis og í átt til gagnsæis.
Hvernig skýrum við þessar andstæðu tilhneigingar? Ættum við að
halda því fram að tilhneigingin til dulargervis hafi verið stílbrögðin
einber í mörgum kvæðum? Ættum við sem sé að skoða hana sem leifar
af eldra félagslegu athæfi, án hugmyndafræðilegrar þýðingar fyrir sinn
tíma, en fulla af mögulegum blæbrigðum og fagurfræðilegum áhrifum
eins og almennt hefur verið talið af þeim sem hafa skrifað um
dróttkvæði?44 Áður en við tökum undir þessi sjónarmið ættum við að
huga að öðru og virkara líkani. Jameson leggur til að þegar texti inni-
heldur þætti sem eru óskyldir eða andstæðir formgerðarlega séð, ættum
við að skoða þá sem vísbendingu um „ójafna þróun" á sama tíma; hann
gerir ráð fyrir eldra djúpgerðarformi sem leitist við að skjóta rótum og
treysta sig í sessi í hinum efnislega veruleika og myndunarkerfum
samtímans (bls. 141). Þessi hugmynd nálgast Janusar-minnið sem
Engster notar, þegar orðræða (t.d. dróttkvæði) tengir innra með sér hið
hefðbundna (sem horfir til baka) og hið nýja (sem horfir fram á við).
Til þess að geta rætt nánar þessa hugmynd verð ég að víkja um sinn
aftur að greiningu Jamesons á bókmenntum frumstæðra samfélaga
(,traditional literature). Eins og ég hef þegar gefið í skyn, held ég að það
væri óráðlegt að tala um slíkar bókmenntir eins og hann gerir sem „for-
einstaklingslegar". Þegar slíkt hugtak er notað felur það í sér að
mannfélögin hafi upphaflega verið ein óbrotin vitund, en síðar með
Fallinu inn í kapítalismann, hafi einstaklingurinn, hvort heldur sem
43„‘Natur’ og ‘Unatur’ i skaldekunsten“, bls. 60 o. áfr.
44Meðal þessara höfunda mætti nefna Wolfgang Krause, Die Kenning als
typische Stilfigur der germanischen und keltischen Dichtersprache, Schriften
der Königsberger Gelehrten Gesellschaft, 7. Geisteswiss. Kl., no. 1, Halle:
M. Niemeyer, 1930; Wolfgang Mohr, Kenningstudien: Beitrdge zur
Stilgeschichte der altgermanischen Dichtung, Tiibinger germanistische
Arbeiten: Studien zur nordichen Philologie, 19, Stuttgart: Kohlhammer,
1933; Einar Ól. Sveinsson, „Dróttkvæða þáttur“, Skírnir, 121 (1947), 5-32;
og Guðmundur Finnbogason, „Nogle bemærkninger om skjalde-
digtningens kenningar“, Acta Philologica Scandinavica, 9 (1934—35), 69-75.