Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 201
SKÍRNIR
SVART Á HVÍTU
195
Á síðustu áratugum hefur þýðingafræði haslað sér völl sem sjálfstæð
fræðigrein í tengslum við bókmenntafræði en upptök sín á hún ekki síst í
rannsóknum á Biblíuþýðingum. Með aðferðum þýðingafræðinnar er umræð-
unni snúið frá hefðbundnu gæðamati að textanum sem merkingarferli. Sam-
kvæmt því er tekið að kanna þýðingar út frá því hvernig merkingarflutn-
ingurinn fer fram bæði almennt og ekki síður í hverju einstöku tilviki, en í
þessu felst að faríð er að skoða og ræða það hvaða aðferðum er beitt og hvaða
þáttum frumtextans þýðingin skipar í öndvegi. Hugmyndin um óþýðanleika
er einn af hornsteinum fræðanna og því fær hugmyndin um jafngildi æ meira
vægi, og er þá litið á þýðingariðjuna sem tilraun til að finna merkingu frum-
textans jafngildi með einhverju móti á þýðingarmálinu. I þýðingafræði er
aðallega rætt um tvenns konar jafngildi, formlegt jafngildi og áhrifa-jafngildi.8
Með áhrifa-jafngildi er lögð áhersla á það að merking frumtextans komist
til skila á sem eðlilegustu máli, þannig að þýðingartextinn verði eins auðlæs
og kostur er, en minna lagt upp úr því að halda formlegum þáttum. Ytrasta
dæmi þessa er alger staðfæring verksins. Áhrifa-jafngildi treystir á að skír-
skotunin til heimsins/veruleikans varðveitist í þýðingarferlinu, þ.e. að þýð-
ingartextinn og frumtextinn verki því sem næst eins hvor í sínu menningar-
umhverfi. Þannig má ef til vill segja að áhrifa-jafngildi hvíli á þeirri trú að
frumtextinn búi yfir einhlítum skilaboðum sem þýðandanum er ætlað að
snara.
Hugmyndin um formlegt jafngildi felur hins vegar í sér að þýðandinn
reyni að varðveita form frumtextans sem best í þýðingunni um leið og form-
inu er ætlað að taka með sér merkingu frumtextans. Formlegt jafngildi getur
þannig valdið því að texti þýðingarinnar verði framandlegur og beri það jafn-
vel með sér að vera þýðing, enda er ekki keppt að því að telja lesendum trú
um að textinn sé frumsmíð. Sé formlegu jafngildi fylgt strangt eftir getur text-
inn farið yfir ríkjandi væntingamörk9 eða a.m.k. reynt mjög á þolrúm í
lesendum.
Þetta er nátengt vali þýðandans á þeim lesanda sem miðað er við. Formlegt
jafngildi felur á vissan hátt í sér að valirin sé lesandi sem hefur hug á að kynn-
ast frumtextanum og menningarheimi hans í gegnum þýðinguna, og er um
leið reiðubúinn að leggja á sig nokkurt erfiði til að „komast að“ frumtext-
anum ef þess þarf með. Áhrifa-jafngildi gerir hins vegar ráð fyrir því að valinn
sé lesandi sem líti á þýðingu sömu augum og frumsamin verk, þ.e. að fyrir
honum sé heimur sá sem þýðingin lýsir heimur hans sjálfs; slíkur lesandi vill
e.t.v. geta fengið það á tilfinninguna að texti þýðingarinnar sé frumsaminn.
Vandi þýðandans er einnig í hnotskurn sá hvort hægt sé að segja eitthvað
8 „Formlegt jafngildi" og „áhrifa-jafngildi" eru þýðingar Ástráðs Eysteinssonar á
hugtökum eins helsta frumkvöðuls þýðingafræði, Eugenes A. Nida, „formal equi-
valence" og „dynamic equivalence". Sjá grein Ástráðs, „Bókmenntir og þýðingar",
Skírnir 1984, bls. 25.
9 í fyrrnefndri grein sinni í Skírni fjallar Ástráður nokkuð um væntingamörk, sjá
einkum bls. 61, og athugasemd hans nr. 46, bls. 65. Hugtakið er komið frá viðtöku-
fræðingnum Wolfgang Iser.