Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Page 41

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Page 41
MÚLAÞING 39 í sögum, að oft hefði Oddur leitað ráða hjá Þórunni systur sinni, og hefði kosið návist hennar á heimili sínu. En Þórunn María fór sínu fram. Hún átti heima í Krossavík, en dvaldi þar sem henni sýndist og þörf var fyrir hana. Var hún hjálpsöm og stórgjöful, og þegar hún dó 1858, var litlu sem engu eftir hana að skipta. Hún hafði gefið það allt og sennilega Oddi bróður sínum mest, því að þeim hafði verið vel á milli. Foreldrar mínir komu að Egilsstöðum vorið 1894, og fæddist ég þar hið sama ár. Þau höfðu í mótbýli fyrstu 8 árin Jón Jóhannesson frá Syðrivík f. 1835 og Aðalbjörgu Olafsdóttur konu hans. Jón var svo mikill heiðursmaður, að lengra \arð ekki jafnað. Móðir mín var oft á tali við hann um Krossa- víkurheimili, og ég var ekki gamall, þegar ég fór að hlusta eftir tóni sögunnar, og allt, sem Jón hafði að segja úr Krossavík, var upphafið af djúpri tilfinningu endurminningarinnar. Hann var 23 ára, þegar Þórunn María dó, og var með föður sínum í Syðrivík, næsta bæ við Krossavík. Ég man ekkert úr efnishlið þessara sam- ræðna um Krossavíkurfólk. Hins vegar man ég tóninn úr máli Jóns, og þegar hann sagði: „Madama Þórunn María sáluga í Krossavík,“ þá lék tónninn á strengjum virðingar, þakklætis og göfugrar minn- ingar, sem læstist í vitund mína. Nú er þessi kona öllum gleymd. Hún er ékki einu sinni talin meðal barna Guðmundar sýslumanns í Æviskránum. Ekkert er eftir nema tónninn, sem ég heyrði í bernsku í máli Jóns gamla á Egilsstöðum og ég get engum gefið. Ekki er líklegt, að Ólöf hafi fært mikla fjármuni í bú þeirra Odds í Krossavík. Þó gat það verið til drátta, þótt eigi stæðist sam- anburð við það, sem Oddur hafði fram að leggja. Hún átti ein- ungis eina alsystur, Jórunni, síðustu konu séra Einars Hjörleifs- sonar í Vallanesi, og þrjá hálfbræður, Jósep lækni, Einar á Hjalla- landi og Stefán. Foreldrar hennar dóu bæði með stuttu millibili árið 1846, og var séra Stefán þá enn þjónandi prestur, 68 ára gamall, og hefur sennilega búið allgóðu búi á Völlum. Hann stund- aði ýmis fræði fyrir utan embætti sitt, átti bókasafn gott, en slíkir hættir manna gáfu jafnan lítið í aðra hönd. Arfahlutur Olafar kemur því Oddi í hendur stuttu eftir að þau hófu búskap sinn, hann og Olöf, en aldrei fór sögum af því, að þar hefði verið um mikið fé að ræða. Hins vegar varð nú búskapur þeirra með miklum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.