Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Qupperneq 41
MÚLAÞING
39
í sögum, að oft hefði Oddur leitað ráða hjá Þórunni systur sinni,
og hefði kosið návist hennar á heimili sínu. En Þórunn María fór
sínu fram. Hún átti heima í Krossavík, en dvaldi þar sem henni
sýndist og þörf var fyrir hana. Var hún hjálpsöm og stórgjöful, og
þegar hún dó 1858, var litlu sem engu eftir hana að skipta. Hún
hafði gefið það allt og sennilega Oddi bróður sínum mest, því að
þeim hafði verið vel á milli. Foreldrar mínir komu að Egilsstöðum
vorið 1894, og fæddist ég þar hið sama ár. Þau höfðu í mótbýli
fyrstu 8 árin Jón Jóhannesson frá Syðrivík f. 1835 og Aðalbjörgu
Olafsdóttur konu hans. Jón var svo mikill heiðursmaður, að lengra
\arð ekki jafnað. Móðir mín var oft á tali við hann um Krossa-
víkurheimili, og ég var ekki gamall, þegar ég fór að hlusta eftir
tóni sögunnar, og allt, sem Jón hafði að segja úr Krossavík, var
upphafið af djúpri tilfinningu endurminningarinnar. Hann var 23
ára, þegar Þórunn María dó, og var með föður sínum í Syðrivík,
næsta bæ við Krossavík. Ég man ekkert úr efnishlið þessara sam-
ræðna um Krossavíkurfólk. Hins vegar man ég tóninn úr máli Jóns,
og þegar hann sagði: „Madama Þórunn María sáluga í Krossavík,“
þá lék tónninn á strengjum virðingar, þakklætis og göfugrar minn-
ingar, sem læstist í vitund mína. Nú er þessi kona öllum gleymd.
Hún er ékki einu sinni talin meðal barna Guðmundar sýslumanns í
Æviskránum. Ekkert er eftir nema tónninn, sem ég heyrði í bernsku
í máli Jóns gamla á Egilsstöðum og ég get engum gefið.
Ekki er líklegt, að Ólöf hafi fært mikla fjármuni í bú þeirra
Odds í Krossavík. Þó gat það verið til drátta, þótt eigi stæðist sam-
anburð við það, sem Oddur hafði fram að leggja. Hún átti ein-
ungis eina alsystur, Jórunni, síðustu konu séra Einars Hjörleifs-
sonar í Vallanesi, og þrjá hálfbræður, Jósep lækni, Einar á Hjalla-
landi og Stefán. Foreldrar hennar dóu bæði með stuttu millibili
árið 1846, og var séra Stefán þá enn þjónandi prestur, 68 ára
gamall, og hefur sennilega búið allgóðu búi á Völlum. Hann stund-
aði ýmis fræði fyrir utan embætti sitt, átti bókasafn gott, en slíkir
hættir manna gáfu jafnan lítið í aðra hönd. Arfahlutur Olafar
kemur því Oddi í hendur stuttu eftir að þau hófu búskap sinn,
hann og Olöf, en aldrei fór sögum af því, að þar hefði verið um
mikið fé að ræða. Hins vegar varð nú búskapur þeirra með miklum